Aðgerðir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa orsakað það að sífellt fleiri Evrópubúar sniðganga nú bandarískar vörur. Er fólk hvatt til þess að kaupa evrópskt frekar en bandarískar vörur.
Rússadaður, óvild í garð Dana og Grænlendinga, hótanir um tollastríð og fleiri gerræðislegar ákvarðanir hafa gert Donald Trump sérstaklega óvinsælan í Evrópu á fyrstu mánuðum forsetatíðar sinnar. Er í auknum mæli kallað eftir sniðgöngu á amerískum vörum og þjónustu.
Þúsundir flykkjast inn á sniðgönguhópa á samfélagsmiðlum þar sem fjallað er um hvernig sé hægt að koma skilaboðum til valdhafa í Washington með veskinu. Það er að hætta að kaupa bandarískar vörur.
Þegar hafa borist fréttir af því að sala á Tesla rafbílum hafi hrunið á fyrstu mánuðum ársins, einkum í Þýskalandi og Frakklandi. En eigandi Tesla, Elon Musk, náinn bandamaður Trump hefur sýnt af sér nasistatilburði og reynt að hafa áhrif á kosningar í Þýskalandi.
En Tesla er ekki eina fyrirtækið sem er undir. Hér eru nokkrir evrópskir valkostir sem nefndir eru:
Heimilistæki: Electrolux, Bosch og Miele í staðinn fyrir Whilpool og Kitchenaid
Bílar: Volkswagen, Peugeot, Renault, Audi, Skoda í staðinn fyrir Ford og Tesla.
Rafvörur: Sennheiser, Logitech, Fairphone og Polar í staðinn fyrir HP, Dell, Apple og Garmin.
Matur: Malaco, Cloetta, Arla, Maarud og Fazer í staðinn fyrir Philadelphia, Kellogg´s, Heinz og Mondelez.
Drykkir: Faxe Kondi, Red Bull, Solo og Zingo í staðinn fyrir Coca Cola, Pepsi og Monster.
Skyndibiti: Joe and the Juice, Max og Big Bite í staðinn fyrir McDonalds, Subway og 7-Eleven.
Föt: Adidas, H&M, Dr. Martens, Birkenstock og Zara í staðinn fyrir Levi´s, Nike, Tommy Hilfiger og Vans.