fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Segir ríkisstjórnina gera lítið sem ekkert með hagræðingartillögur almennings – „Sýndarsamráð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. mars 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið segir að ríkisstjórnin hafi í raun gert lítið sem ekkert með þær hagræðingartillögur sem hún óskaði eftir frá almenningi. Samráðið sé í sýndarsamráð. Þetta kemur fram í leiðara blaðsins í dag.

„Rík­is­stjórn­in gat tæp­ast farið nær því að gera ekk­ert með hagræðing­ar­til­lög­urn­ar sem hún óskaði eft­ir frá al­menn­ingi en hún hef­ur nú gert. For­sæt­is­ráðherra, fjár­málaráðherra og sér­stak­ur hagræðing­ar­hóp­ur kynntu niður­stöðurn­ar í fyrra­dag og þar kom fram að sex­tíu til­lög­ur af tíu þúsund hefðu verið tekn­ar til greina, eða 0,6%. Það þýðir með öðrum orðum að 99,4% af hug­mynd­um al­menn­ings var hafnað.“

Mogginn bendir jafnframt á að langstærsta sparnaðartillagan, sem tekur yfir 30 milljarða af þeim 71 milljarði sem á að spara á næstu fimm árum, komi beint upp úr stefnuskrá Samfylkingarinnar og hafi því ekkert með samráð við almenning að gera. Segir að þó að vissilega sé æskilegt að spara í opinberum innkaupum þá vanti allar röksemdir fyrir því að ætlaður 2% sparnaður gangi eftir:

„Í niður­stöðum hagræðing­ar­hóps rík­is­stjórn­ar­inn­ar er eng­in rök­semda­færsla við þessa tölu, þar seg­ir aðeins að bæta þurfi vinnu­brögð við inn­kaup og að hóp­ur­inn telji að „hægt sé að ná 2% hagræðingu með mark­viss­um aðgerðum“. Þarna hefði eins getað staðið 1%, 3% eða 5%, tal­an virðist úr lausu lofti grip­in og til þess ætluð að hækka heild­aráformin. Ekki er sann­fær­andi þegar nær helm­ing­ur­inn af frem­ur rýr­um sparnaðar­til­lög­um stend­ur á svo veik­um grunni.“

Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður

Segir að í niðurstöðum hagræðingarhópsins sé að finna kunnuglegar hugmyndir um sameiningu stofnana. Mesta hagræðingin sé hins vegar fólgin í því að leggja niður stofnanir og fækka verkefnum ríkisins í samræmi við það. Í niðurstöðum hagræðingarhópsins er lögð til sameining Sam­keppnis­eft­ir­lits, Fjar­skipta­stofu, Neyt­enda­stofu og Fjöl­miðlanefnd­ar. Morgunblaðið leggur hins vegar til að Fjölmiðlanefnd verði lögð niður:

„Eitt aug­ljóst dæmi um rík­is­stofn­un sem er ekki aðeins óþörf held­ur til óþurft­ar er ein­mitt Fjöl­miðlanefnd. Eng­in ástæða er til að sam­eina hana inn í aðrar stofn­an­ir, hana ætti að sjálf­sögðu að leggja niður enda hef­ur hún á þeim rúma ára­tug síðan hún var sett á lagg­irn­ar ekk­ert gert til gagns fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla en iðulega þvælst fyr­ir þeim, valdið þeim kostnaði og vegið að frjálsri fjöl­miðlun í land­inu.

Eng­ar lík­ur eru hins veg­ar á að nú­ver­andi rík­is­stjórn leggi út í svo aug­ljósa hagræðing­araðgerð, þar sem Fjöl­miðlanefnd varð til þegar síðasta vinstri stjórn framdi bjölluat í Brus­sel og vildi aðlag­ast reglu­verk­inu þar. Þá var sett á lagg­irn­ar lít­il stofn­un sem síðan hef­ur farið sömu leið og marg­ar aðrar, marg­fald­ast að vöxt­um í mannafla og fjár­út­lát­um. Á sama tíma hef­ur þrengt mjög að einka­rekn­um fjöl­miðlum, en Fjöl­miðlanefnd læt­ur sér það í léttu rúmi liggja.“

Lítið annað en sýndarmennska

Í lok leiðarans segir:

„Því miður fór eins og marg­ir óttuðust að sú aðgerð sem kynnt var og fólst í að sækja hug­mynd­ir um hagræðingu til al­menn­ings reynd­ist lítið annað en sýnd­ar­mennska. Aðeins ör­lítið brot af til­lög­un­um er tekið til greina og þar af var megnið þegar á dag­skrá stjórn­ar­flokk­anna. Ekki er mikið hagræði í æf­ingu af þessu tagi og hætt við að ef rík­is­stjórn­in leit­ar aft­ur aðstoðar al­menn­ings sjái hann ekki ástæðu til að setja mikla vinnu í verkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar og Orri mættu of seint og fengu ekki að kjósa sér formann á landsfundinum sögulega

Stefán Einar og Orri mættu of seint og fengu ekki að kjósa sér formann á landsfundinum sögulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil veðrabrigði á Akureyri og í næsta nágrenni

Mikil veðrabrigði á Akureyri og í næsta nágrenni