fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Reykjavíkurborg skipað að breyta götuheiti vegna öryggishagsmuna

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 13:30

Finna þarf nýtt heiti á Bjargargötu í Reykjavík. Mynd: Skjáskot/Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örnefnanefnd hefur kveðið upp þann úrskurð að Reykjavíkurborg skuli breyta heiti Bjargargötu þar sem það sé of líkt heiti eldri götu, Bjarkargötu. Segir nefndin að um öryggishagsmuni sé að ræða.

Bjargargata er tiltölulega nýleg gata en hún er í Vatnsmýri en við hana stendur meðal annars Gróska hugmyndahús. Bjarkargata er ekki langt frá en hún liggur inn af Hringbraut, meðfram Hljómskálagarðinum í miðborg Reykjavíkur.

Í úrskurði örnefnanefndar frá því í síðasta mánuði kemur fram að nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði á grundvelli ákvæða laga um nefndina. Úrskurðurinn var birtur nú í vikunni með fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að örnefni gegni lykilhlutverki við rötun í dreifbýli sem og þéttbýli. Ríkir samfélagslegir hagsmunir standi til þess að unnt sé að rata um landið með sem einföldustum hætti. Samnefni og of lík örnefni valdi erfiðleikum við rötun og þannig augljósu óhagræði fyrir almenning, fyrirtæki og stofnanir. Alvarlegast í þessu efni séu neikvæð áhrif á viðbragð við neyðartilvikum, rötun sjúkrabíla, slökkviliðs og lögreglu. Þess vegna sé brýnt af öryggisástæðum að forðast samnefni og of lík nöfn innan sama svæðis.

Raddað og óraddað

Um þann litla mun sem sé á götuheitunum segir nefndin að í framburði muni því einu á nöfnunum Bjargargata og Bjarkargata að r-hljóð stofns fyrri liðar nafnsins sé raddað í Bjargargata en óraddað í Bjarkargata. Nefndin álíti ótvírætt að þessi munur sé svo lítill að mikil hætta sé á ruglingi, sér í lagi þegar talað sé í síma. Af þeim sökum sé nýnefnið Bjargargata til þess fallið að skapa óhagræði og hættu fyrir íbúa Bjarkargötu sem og þá sem hverju sinni séu staddir á þessum götum.

Nefndin minnist þó ekki í niðurstöðu sinni á þann mun sem virðist heyranlegur á framburði g-hljóðsins í Bjargar og k-hljóðsins í Bjarkar. Samkvæmt ábendingu frá Árnastofnun eru þessi hljóð þó borin fram á sama hátt.

Örnefnanefnd vitnar í reglugerð um skráningu staðfanga þar sem fram kemur að ekki skuli nota götuheiti sem séu samhljóða innan sama hverfis og minnir nefndin á að báðar göturnar tilheyra miðborg Reykjavíkur. Vill nefndin þó meina að það hefði engu breytt þó að nýrri gatan, Bjargargata, væri í öðru hverfi borgarinnar.

Er það því niðurstaða örnefnanefndarinnar að á grundvelli þessara öryggishagsmuna skuli Reykjavíkurborg finna nýtt heiti á Bjargargötu. Segir í úrskurðinum að bregðist borgin ekki við innan átta vikna muni nefndin sjálf úrskurða um nýtt heiti á götuna.

Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur nú brugðist við og samþykkti á fundi sínum í gær að fela götunafnanefnd að nefna Bjargargötu upp á nýtt og leggja tillögu sína fyrir ráðið til samþykktar.

Uppfært kl. 20:15

Fréttin hefur verið uppfærð. Málsgrein um framburð g-hljóðsins í Bjargargata og k-hljóðsins í Bjarkargata hefur verið skýrð betur og ábendingu frá Árnastofnun bætt við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans