Í skeyti frá lögreglu kemur fram að fimm ungmenni hafi verið handtekin fyrir rán og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Þau voru færð á lögreglustöð og laus að lokinni yfirheyrslu.
Þrjú ungmenni voru svo handtekin fyrir rúðubrot og var haft samband við foreldra og málið afgreitt.
Í Kópavogi var tilkynnt um eld í húsnæði en minniháttar skemmdir urðu. Að sögn lögreglu leikur grunur á að kviknað hafi í út frá sígarettustubbum og er málið í rannsókn.
Þá var tilkynnt um einstakling sem svaf í strætóskýli í Kópavogi. Var hann vakinn og hélt hann sína leið.
Í miðborginni var svo tilkynnt um innbrot og þjófnað úr heimahúsi en þaðan var stolið fartölvu. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.