Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við blaðið að stofnunin vakti gaumgæfilega siglingar svokallaðs skuggaflota en um er að ræða skip sem eru á vegum Rússa.
Segir hann að þessi skip gefi gjarnan upp rangar staðsetningar og villi þannig um fyrir löggæslu- og eftirlitsaðilum. Hafa skipin verið á siglingu utan íslenskrar landhelgi en innan efnahagslögsögunnar og á alþjóðeglu hafsvæði.
Ísland á gríðarlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að sæstrengjum og er bent á það í umfjöllun Morgunblaðsins að rof á fjarskiptasambandi, hvort sem er í langan eða stuttan tíma, geti haft í för með sér mikið tjón og óhagræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og efnahag landsins.
Nánar er fjallað um eftirlit Landhelgisgæslunnar í Morgunblaði dagsins.