fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Harma mistök þegar hundshræ týndist og biðjast afsökunar – „Þetta er sérstaklega erfitt mál“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Animalíu, sem áður hét Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti, játa fúslega að mistök hafi átt sér stað þegar hundshræ, sem eigandi hafði óskað eftir að yrði brennt og askan sett í ker, týndist hjá stofunni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá stofunni í kjölfar fréttar DV fyrr í dag.

„Það er rétt að um mistök af hálfu fyrirtækisins sé að ræða. Við hörmum að þessi mistök hafi átt sér stað, og höfum beðist innilegrar afsökunar við þá aðila sem að málinu komu. Þetta er sérstaklega erfitt mál, þar sem ekki er hægt að bæta það tilfinningalega tjón sem eigendur hafa orðið fyrir nú þegar,“ segir í tilkynningunni.

DV greindi frá því að Hjörleifur Davíðsson sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Animalíu. Hann missti hundinn sinn um miðjan janúar og keypt þá áðurnefnda þjónustu frá Animalíu auk þess sem taka átti leirmót af loppufari hundsins. Þjónustan átti að taka fimm vikur en um sjö vikum síðar fór Hjörleifur að grafast fyrir um málið.

Þá kom í ljós að hundshræið hafði týnst og fátt var um svör hjá stofunni um hvað hafði orðið um það.

Í áðurnefndu svari frá Animalíu segir að umrætt atvik hafi átt sér stað þegar fyrirtækið starfaði enn undir merkjum Dýralæknamiðstöðvarinnar Grafarholti. „Nýir eigendur tóku við fyrirtækinu í byrjun janúar 2025, og hefur því miður ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla fyrrverandi starfsemi. Við erum miður okkar að svona alvarlegt atvik hafi átt sér stað, en við munum sjá til þess að sérstaklega verði bætt úr þessu í starfsemi Animalíu,“ segir í tilkynningunni.

Starfsemi undir merkjum Animalíu hófst þann 1. mars síðastliðinn og er þjónustan með allt öðru sniði en sú sem var áður í boði í húsnæðinu. „Við bjóðum upp á sólarhringsopna bráðamóttöku fyrir gæludýr og leggjum mikið upp úr því að dýr og eigendur fái sem besta þjónustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Alisson verðlaunaður
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landhelgisgæslan fylgist með skuggaflota Rússa  

Landhelgisgæslan fylgist með skuggaflota Rússa  
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla handtók átta ungmenni í gærkvöldi

Lögregla handtók átta ungmenni í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“
Fréttir
Í gær

Rússar þurfa að berjast í 83 ár til viðbótar til að ná allri Úkraínu

Rússar þurfa að berjast í 83 ár til viðbótar til að ná allri Úkraínu