fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Dýraspítali týndi hundshræi sem átti að fara í brennslu og askan í ker – „Það er ótrúlegt að svona alvarleg mistök geti átt sér stað“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ótrúlegt að svona alvarleg mistök geti átt sér stað og að dýraspítali sem á að annast dýr með virðingu og fagmennsku sýni slíkt kæruleysi í meðhöndlun látins gæludýrs,“ skrifar Hjörleifur Davíðsson í færslu á Facebook-hópnum Hundasamfélagið sem vakið hefur mikla athygli.

Þar segir Hjörleifur, sem veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um færsluna, farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við dýraspítalann Animalíu í Grafarholti. Forsaga málsins er sú að hundur Hjörleifs dó á meðan hann var í ferðalagi en hundurinn var í pössun hjá vini Hjörleifs á þeim tíma.

Daginn eftir var farið með hundinn til Animalíu og var óskað eftir því að hann yrði brenndur og að askan yrði sett í ker ásamt leirmóti af loppufari hundsins. Þetta ferli átti að taka að hámarki fimm vikur en loks var Hjörleifi farið að lengja eftir svörum og hafði samband við dýraspítalann.

„Með öðrum orðum, hent í ruslið“

„Í dag, þann 5. mars hafði ég samband við spítalann til að fá upplýsingar um framvindu málsins. Starfsmaður sem svaraði gat ekki veitt mér nein svör og þurfti ég að bíða í símanum í töluverðan tíma. Að lokum var mér sagt að málið yrði skoðað nánar og ég myndi fá svör síðar um daginn. Síðar í dag barst mér símtal frá dýraspítalanum, þar sem mér var tjáð að hann væri horfinn. Engar skýringar fengust á því hvað hefði gerst eftir að hann var fluttur til þeirra. Mér var einfaldlega sagt að um mannleg mistök væri að ræða, beðist var afsökunar, og því var haldið fram að líklega hefði hann farið í almenna brennslu – með öðrum orðum, hent í ruslið – þó ekki væri hægt að staðfesta neitt,“ skrifar Hjörleifur.

Hann hafi síðan gengið eftir svörum um hvað hafi skeð án árangurs.

„Eina sem spítalinn gat staðfest var að hann hefði verið skráður hjá þeim 16. janúar, en eftir það finnst engin skráning um ferlið hans,” skrifar Hjörleifur.

Hann viti til þess að Animalía noti þjónustu Terru til að brenna hræ en dýraspítalinn hafi engar skráningar um það hvenær eða hvernig hann átti að hafa verið sendur frá þeim í brennslu. Enn fremur hafði enginn starfsmanna sýnt frumkvæði í að athuga hvað hefði orðið um hann – fyrr en ég hafði samband, sjö vikum eftir að þeir tóku við honum,“ skrifar Hjörleifur.

Átti fá ósótt ker annars dýrs í bætur

Til að bæta fyrir mistökin hafi Animalía boðist til að endurgreiða brennslugjaldið og þá fékk Hjörleifur boð um að sækja ósótt ker annars dýrs sem þó væri án ösku.

Óhætt er að fullyrða að Hjörleifur sé verulega ósáttur við þessa þjónustu og hefur póstur hans vakið mikla athygli í áðurnefndum hópi og spyr einfaldlega: „Hvað mynduð þið gera í mínum sporum?“.

Að einhverjum ástæðum var lokað fyrir athugasemdir við póstinn, fyrst um sinn, en að sögn Hjörleifs hefur rignt yfir hann skilaboðum frá öðrum hundaeigendum.

Forsvarsmenn Animalíu hafa sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem mistökin eru hörmuð og beðist afsökunar á þeim. Lesa má umfjöllun um það hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“

Breyttur tónn hjá Pútín í garð Zelenskyy – „Pútín er undir þrýstingi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Auglýsing um „huggulegt“ herbergi til leigu í Breiðholti vekur hörð viðbrögð – „Is this one of the police cells at Hlemmur?“

Auglýsing um „huggulegt“ herbergi til leigu í Breiðholti vekur hörð viðbrögð – „Is this one of the police cells at Hlemmur?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“

„Þetta var sko alls ekki það sem ég sá fyrir mér en hann er enn þá þessi jarðtenging og við erum ógeðslega góð saman“
Fréttir
Í gær

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna
Fréttir
Í gær

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Í gær

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti