fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fréttir

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. mars 2025 12:40

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég legg það til í viðtali við Sölva Tryggvason að menn opni flóttamannabúðir nærri Kaffi Vest, þannig að fólk skilji hvað er við að fást. Að það fái raunveruleikatengingu, því fylgja miklar áskoranir að fá flóttamannabúðir eins og gerðist á Reykjanesi og ekki allt mjög fallegt. Þó það sé verið að reyna að hjálpa fólki.

Svo gerist það nokkrum vikum seinna að það er ákveðið að taka JL húsið undir flóttamannaþjónustu. Og hvað gerði þá fína fólkið í vesturbænum, það kærði og kærði og jkrði og kom í veg fyrir að væri hægt að koma þessu fólki fyrir því þau vildi alls ekki fá þetta fólk á Kaffi Vest, það mátti ekki gerast. Það er betra að halda þeim á kaffihúsunum í Reykjanesbæ.“

segir Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins.

Spyr hvort eigi að leggja íslenska fangaverði í hættu frekar en erlenda fanga

Aðspurður um hvað eigi að gera í málum síbrotaafbrotamanna tekur Stefán Einar sem dæmi að fimm fangaverði þurfi til þegar kemur að Khourani.

„Hann makar skít og þvagi á veggi og samfanga og aðra slíka. Hann svívirðir okkur með því að taka upp nafn Guðna Th. Jóhannessonar, Hann er með þvílíkan brotaferil. Nú verður hann í fangelsi árum saman, það kostar okkur margar, margar milljónir á ári og það er vegna þess að það þykir ekki öruggt að senda hann aftur til Sýrlands. Má setja íslenska fangaverði í stórhættu við að hafa hemil á honum, en það má ekki setja mann sem hefur sett hér allt á annan endann í einhverja hættu við að fara til Damaskus eða hvað það er. Bara frímerki á rasinn og út.“

Stefán Einar segir að ef menn koma hingað og vilji setjast að, sækja um hæli og vernd, og njóti ríkari verndar en margur íslendingur hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og öðru. „Ef þessir menn brjóta svo af sér eiga þeir ekki að njóta þessara réttinda. Ég segi bara ef þú ert að koma sem flóttamaður og þig vantar skjól, þá er ekki til of mikils vænst að þú haldir þig á mottunni og rænir ekki verslanir eða berjir fólk. Í þessu efni eigum við að vera með það sem kallast á góðri íslensku „zero tolerance.““

Segist hann ekki vita tölur í málaflokknum, hvaða hann kosti skattgreiðendur.

„Auðvitað er þetta fólk oft að koma úr hræðilegum aðstæðum, hefur ekki notað heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, þarf heyrnartæki, sálfræðiþjónustu. Þarf auðvitað mat og húsaskjól sem þarf líka að vera af þeirri tegund að sómi sé að. Þetta kostar pening og við eigum ekki að veigra okkur við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir gera. En það er auðvitað líka margbúið að sanna það og sýna að best er að hjálpa fólki næst heimilum sínum, sem næst þeirri menningu sem það býr við í grunninn.“

Segir hann Ísland hálfgert flæðisker norður í ballarhafi og þar ekki aðstæður sem sé best að bjóða fólki upp á.

Við eigum miklu frekar að flytja peningana út og nær fólkinu.

„Meirihluti gæsluvarðhaldsfanga eru útlendingar og þð skýrist líka af því að og það er út af flóttamannavandanum.Það er vegna þess að það eru glæpamennirnir sem þekkja glufurnar fyrst. Hér eru starfræktar mafíueiningar, palentínska mafían í gegnum Svíþjóð, rúmenska mafían og fleiri sem eru að gera hér mikinn óskunda og við erum að missa tökin á því. Samt hrópar fólk úti á götu að það megi ekki vopna lögreglu, að það eigi ekki setja pening í lögregluna heldur að gera eitthvað allt annað við að borga fleirum listamannalaun eða einhvern djöfullinn,“

segir Stefán Einar sem segir þetta málefni sem þarf að hafa miklar áhyggjur af. Margir þeirra sem lendi í fangelsi finnist það ekki versta viðurstaðan.

„Ég var að tala við svissneska vini mína sem segja mér að fangelsin þar eru yfirfull af útlendingum, fólki frá austantjaldsríkjunum. Það kemur og brýtur af sér, sérstaklega á haustin til að vera viss um að hafa gott húsaskjól og mat yfir veturinn. Svo eru bara svissneskir skattborgarar á fullu að halda uppi þessu hóteli. Hótelið virkar reyndar þannig að þú mátt ekki fara út á daginn eða kvöldin, þú verður að halda þig innan veggja hótelsins. En það er miklu skárra en aðstæðurnar sem þessu fólki eru búnar í ríkjum gömlu ráðstjórnarríkjanna eða Afríku.“

Vill breytingar á Keflavíkurflugvelli

Hann segir einu leiðina fyrir erlend glæpagengi inn í landið vera í gegnum Keflavíkurflugvöll.

„Við eigum bara að gera eins og Japanir og Bandaríkjamenn, við eigum að taka fingraför af þremur fingrum. Við eigum að taka augnskanna af mönnum og það fer enginn inn í landið nema hann standist stífar kröfur um það að við vitum hver hann er og þetta sé ekki maður sem er tengdur við glæpastarfsemi. Þess vegna þarf að efla heimildir lögreglunnar til að taka við gögnum erlendis frá, frá Interpol og Europol, og við þurfum að koma upp leyniþjónustueiningu innan lögreglunanr til að fást við þessi mál. Til að sé líka hægt að fylgjast með þessu fólki þegar það kemur inn í landið, það er ekki hægt í dag. Þetta er stórhættulegt og það er ekkert alvöru þjóðríki sem lætur bjóða sér upp á svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla
Fréttir
Í gær

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“
Fréttir
Í gær

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi
Fréttir
Í gær

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi