fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fréttir

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 08:06

Trump vill komast yfir Grænland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefist upp á því að eignast Grænland. Trump lýsti þessu í ræðu sem hann hélt í bandaríska þinginu í gærkvöldi.

Trump hefur áður ítrekað lýst því yfir síðustu vikur og mánuði að hann vilji að Bandaríkin taki yfir nágranna okkar Íslendinga á Grænlandi og hefur hann meira að segja ekki útilokað að beita hervaldi til þess.

Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 en er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar.

Í ræðu sinni í gær sagðist hann meðal annars vera með skilaboð til „yndislega“ fólksins á Grænlandi.

„Við styðjum rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og ef þið viljið munum við bjóða ykkur velkomin inn í Bandaríkin.“

Hann bætti svo við að Bandaríkin þurfi á Grænlandi að halda, ekki einungis vegna þjóðaröryggis heldur vegna alheimsöryggis. „Og við erum að vinna að því, með öllum sem hlut eiga að máli, að reyna að ná Grænlandi. Og ég held að við munum ná því á einn eða annan hátt. Við munum ná því,“ sagði hann.

Þá sagði hann að Grænlendingar ættu von á góðu ef þeir fara undir Bandaríkin. Bandaríkin muni ekki einungis tryggja öryggi landsins heldur gera það ríkt og taka það í „áður óþekktar hæðir“ eins og hann orðaði það.

Trump á mikið verk fyrir höndum að sannfæra Grænlendinga um kosti þess að fara undir Bandaríkin. Samkvæmt skoðanakönnun sem framkvæmd var í janúar eru 85% Grænlendinga mótfallnir  því að sameinast Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“
Fréttir
Í gær

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi
Fréttir
Í gær

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi