Í viðtalinu var komið býsna víða við en eins og kunnugt er eru þeir Lukashenko og Pútín bandamenn.
Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann teldi að Pútín sjái eftir því að hafa ráðist inn í Úkraínu. Mörg hundruð þúsund manns – þar af stór hluti rússneskra hermanna – hafa fallið á þeim þremur árum sem liðin eru frá innrásinni.
„Mér sýnist sem svo að Pútín hafi ekki búist við því að stríðið myndi þróast með þessum hætti,“ sagði Lukashenko en tók fram að þeir hefðu ekki rætt þetta atriði sérstaklega.
Þetta var nokkrum mánuðum eftir að stríðið hófst og segir Lukashenko að þá hafi Pútín verið reiðubúinn að setjast við samningaborðið. „Hann vildi semja þegar hann sá hvað var að gerast. Þannig að ég held að hann sjái eftir því að þetta hafi þróast út í allsherjar styrjöld sem hann að líkindum bjóst ekki við.“
Lukashenko segir að friðarviðræður á milli Rússlands og Úkraínu, sem haldnar voru í Tyrklandi, vorið 2022 hafi fokið út um gluggann þar sem Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Breta, hafi lagt hart að Zelensky Úkraínuforseta að gera engar málamiðlanir.
Í viðtalinu gagnrýndi Lukashenko einnig stjórnvöld í Bandaríkjunum, sérstaklega Joe Biden sem sat í stóli Bandaríkjaforseta þegar stríðið hófst. Hann hafi verið veiklundaður og ekki verið fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir til að stöðva stríðið.
„Það er í raun galið að Biden og Pútí töluðust ekki við árum saman. Ég skil ekki hvernig pólitíkin getur virkað svona á þessum tímum. Biden tók engar ákvarðanir sjálfur. Þegar honum var sagt að taka ekki símann tók hann ekki símann og þegar honum var sagt að kalla Pútín einræðisherra gerði hann það.“
Here is the interview with President Lukashenko in its original language with subtitles. pic.twitter.com/CcDP9yAy28
— Mario Nawfal (@MarioNawfal) March 5, 2025