fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Hefja söfnun fyrir Ragnar Þór: „Við spurðum okkur, er þetta nægur peningur?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ragnar Þór hefur aðeins verið á 1,3 milljónum á mánuði síðan 2017 og mun aðeins fá 1,6 milljónir sem þingmaður næstu fjögur árinn. Hvernig á hann að framfleyta fjölskyldunni sinni á þessum kjörum?“

Þessari spurningu varpar Samband ungra framsóknarmanna fram en sambandið hefur ákveðið að blása til söfnunar fyrir Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrverandi formann VR. Söfnunin fer fram á vefnum GoFundMe.

Greint var frá því á dögunum að starfslokauppgjör Ragnars Þórs frá VR, biðlaun og ótekið orlof, hafi numið 10 milljónum króna. Um var að ræða eingreiðslu og vakti málið talsverða athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Ragnar hefur látið talsvert til sín taka í umræðunni um sjálftöku og svívirðu af ýmsu tagi.

Ragnar steig fram á Facebook í síðustu viku og réttlætti hann uppgjörið með þeim rökum að peningarnir hefðu farið inn á neyðarsjóð fjölskyldunnar. Hann búi ekki við þann lúxus að geta farið í leyfi eða gengið að starfi eftir að þingsetu líkur.

Sjá einnig: Ragnar Þór svarar fyrir biðlaunin – „Hef fullan skilning á því að þetta slái fólk illa“ 

Í tilkynningu sem Samband ungra framsóknarmanna sendi frá sér segir:

„Eins og margir aðrir vorum við í Sambandi Ungra Framsóknarmanna mjög fegin þegar að við heyrum af því að þær 10,2 milljónir sem Ragnar Þór fékk útborgað við starfslok við VR væri örugglega að fara í hans vasa en ekki til neina aðra málefna. En við spurðum okkur, er þetta nægur peningur? Ragnar Þór hefur aðeins verið á 1,3 milljónum á mánuði síðan 2017 og mun aðeins fá 1,6 milljónir sem þingmaður næstu fjögur árinn. Hvernig á hann að framfleyta fjölskyldunni sinni á þessum kjörum?“

Myndband sem Samband ungra framsóknarmanna birti á TikTok í dag má sjá hér að neðan, en þar slær formaðurinn, Hrafn Splidt Þorvaldsson, á létta strengi.

@ungframsoknHjálpum Ragnari 😭♬ original sound – UngFramsókn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla
Fréttir
Í gær

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“
Fréttir
Í gær

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi
Fréttir
Í gær

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi