„Við erum ekki Ameríkanar, við erum ekki Danir, við erum Grænlendingar. Þetta er það sem Bandaríkjamenn og leiðtogar þeirra þurfa að skilja,“ sagði hann í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun og bætti við:
„Við erum ekki til sölu og það er ekki hægt að taka okkur yfir,“ sagði hann. Egede sagði síðan að framtíð Grænlands myndi ráðast af Grænlendingum sjálfum, engum öðrum.
Í ræðu sem Trump hélt í bandaríska þinginu í gærkvöldi sagði hann að Bandaríkjamenn myndu, á einn eða annan hátt, eignast Grænland.
Sjá einnig: Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“