fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 10:30

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Finns Ingi Einarssonar sem var sakfelldur á síðasta ári fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar verður tekið fyrir í Hæstarétti.

Finnur Ingi var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur sneri dómnum við og sakfelldi hann.

Landsréttur sagði framburð Finns Inga ótrúverðugan og vísaði til þess að lífsýni úr konunni hefðu fundist á getnaðarlim hans. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi.

Landsréttur sneri við sýknudómi og sakfelldi Finn Inga fyrir nauðgun á árshátíð

Beiðni Finns Inga um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar var einkum byggð á þeim ákvæðum laga sem kveða á um að slíkt leyfi skuli vera veitt hafi viðkomandi verið sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Landsrétti. Lög kveða þó um að leyfið skuli ekki veitt ef Hæstiréttur telji augljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Lögmaður Finns Inga taldi einnig að málið hefði umtalsvert fordæmisgildi um aðferðarfræði Landsréttar við sönnunarmat. Í forsendum héraðsdóms sé að finna ítarlegan rökstuðning fyrir sýknu hans. Þar sé þess meðal annars getið að farið hafi verið í vettvangsgöngu og gögn málsins og rannsókn lögreglu geti ekki leitt til sakfellingar vegna þess vafa sem uppi sé í málinu. Landsréttur hafi hins vegar algerlega litið fram hjá þeim atriðum sem gætu leitt til sýknu. Málið varði verulega hagsmuni Finns Inga og mannréttindi hans.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þar sem rétturinn telji ekki augljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar sé beiðni um áfrýjun málsins samþykkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“