fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fréttir

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 08:42

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, umboðsmaður, almannatengill og lagahöfundur, sendir nýjum meirihluta í borginni tóninn í pistli á Facebook-síðu sinni.

Einar gerir þar frétt Vísis frá því í gærkvöldi að umtalsefni en í henni var greint frá því að nýr meirihluti í borginni hyggist ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins.

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt þetta en hann sagði í frétt Vísis í gær: „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim.”

Einar Bárðarson tekur undir þessa gagnrýni nafna síns.

„Í dag eru 30 sjálfstætt starfandi leikskólar í Reykjavík. En Alvotech fær ekki starfsleyfi til að reka einn slíkan leikskóla til að bjarga leikskólamálum í hverfinu hjá sér. Hluti af uppleggi þeirra er að helmingur barnanna verði börn starfsfólks og hinn helmingurinn komi af forgangs listum borgarinnar,“ segir hann og bætir svo við:

„Ergo: Fyrirtækið má framleiða lyf fyrir börn en því er ekki treyst til reka leikskóla. Ef þetta stendur, þá er þetta brot á jafnræðis reglum, nema til standi að taka tilbaka rekstrarleyfi þessa 30 leikskóla í einkarekstri.  En Alvotech þyrfti ekkert að vera að pæla í þessu ef leikskólamál í borginni væru í lagi.“

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, blandar sér meðal annarra í umræðuna við færslu Einars og segir: „Hef tekið nokkra kaffibolla með þeim. Samfélagslega sterk og sniðug hugmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“
Fréttir
Í gær

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi
Fréttir
Í gær

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi