Einar gerir þar frétt Vísis frá því í gærkvöldi að umtalsefni en í henni var greint frá því að nýr meirihluti í borginni hyggist ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins.
Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt þetta en hann sagði í frétt Vísis í gær: „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim.”
Einar Bárðarson tekur undir þessa gagnrýni nafna síns.
„Í dag eru 30 sjálfstætt starfandi leikskólar í Reykjavík. En Alvotech fær ekki starfsleyfi til að reka einn slíkan leikskóla til að bjarga leikskólamálum í hverfinu hjá sér. Hluti af uppleggi þeirra er að helmingur barnanna verði börn starfsfólks og hinn helmingurinn komi af forgangs listum borgarinnar,“ segir hann og bætir svo við:
„Ergo: Fyrirtækið má framleiða lyf fyrir börn en því er ekki treyst til reka leikskóla. Ef þetta stendur, þá er þetta brot á jafnræðis reglum, nema til standi að taka tilbaka rekstrarleyfi þessa 30 leikskóla í einkarekstri. En Alvotech þyrfti ekkert að vera að pæla í þessu ef leikskólamál í borginni væru í lagi.“
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, blandar sér meðal annarra í umræðuna við færslu Einars og segir: „Hef tekið nokkra kaffibolla með þeim. Samfélagslega sterk og sniðug hugmynd.“