fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fréttir

Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. mars 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, blæs á gagnrýnisraddir sem komið hafa fram vegna hugmynda hans um að stofnaður verði íslenskur her. Hann heldur áfram að viðra þessa skoðun sína í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni skrifaði grein á sama vettvangi fyrir viku síðan og vísaði meðal annars í mikla óvissu um stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta. Ýmsir gagnrýndu hugmyndir hans, þar á meðal Ólína Þorvarðardóttir, kollegi Bjarna við Háskólann á Bifröst, sem sagði að herleysi væri einmitt styrkur Íslendinga.

Þurfum að vera undirbúin

Í grein sinni í dag segir Bjarni að með vaxandi öryggisógnum í Evrópu, breyttu alþjóðlegu öryggislandslagi og aukinni spennu í Norður-Atlantshafi og á norðurskautinu sé ljóst að Ísland getur ekki lengur reitt sig í jafn miklum mæli og áður á varnir annarra ríkja.

Sjá einnig: Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

„Þrátt fyr­ir að Ísland hafi hingað til ekki haldið úti eig­in her er ljóst að sam­fé­lagið þarf að vera bet­ur und­ir­búið en nú er til að mæta marg­vís­leg­um áskor­un­um í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ræða þarf mála­flokk­inn for­dóma­laust og tak­ast á við ýmis tabú. Meðal efna sem nauðsyn­legt er að huga að er hvort skyn­sam­legt sé að taka upp her­skyldu, í anda sænskra heild­ar­varna (totalförsvar), þar sem sam­fé­lagið allt tek­ur virk­an þátt í vörn­um lands­ins,“ segir Bjarni og útskýrir svo hvernig Svíarnir gera hlutina.

„Svíþjóð hef­ur þróað öfl­ugt varn­ar­kerfi sem bygg­ist á sam­vinnu hernaðarlegra og borg­ara­legra varna. Þessi nálg­un trygg­ir að sam­fé­lagið í heild sinni sé viðbúið og til­búið til að bregðast við ógn­un­um, hvort sem þær eru hernaðarlegs eðlis, tengd­ar netör­yggi eða nátt­úru­vá. Í Svíþjóð er her­skylda mik­il­væg­ur hluti af þessu kerfi og stuðlar að því að borg­ar­ar axli ábyrgð á eig­in þjóðarör­yggi. Með þessu móti er ekki aðeins byggt upp sterk­ara varn­ar­lið held­ur einnig sam­fé­lags­leg­ur stöðug­leiki þar sem al­menn­ing­ur tek­ur virk­an þátt í að verja grunnstoðir sam­fé­lags­ins.“

Sótt í smiðju Norðurlandanna

En hvernig væri hægt að hátta hlutunum hér á landi?

„Ef Ísland myndi stofna eig­in her er einn kost­ur­inn í stöðunni að inn­leiða her­skyldu sem næði til allra lands­manna, með mis­mun­andi útfærslum eft­ir hæfni og áhuga­sviði viðkom­andi,“ segir Bjarni í grein sinni í Morgunblaðinu og bætir við að hefðbund­in herþjón­usta gæti falið í sér grunnþjálf­un og þjálf­un í sér­hæfðum hernaðarleg­um grein­um á meðan borg­ara­leg varn­arþjón­usta gæti boðið upp á störf tengd al­manna­vörn­um, hjá björg­un­ar­sveit­um og í tengsl­um við viðbrögð vegna ógn­ana gegn innviðum lands­ins.

Sjá einnig: Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

„Eft­ir grunnþjón­ustu gætu ein­stak­ling­ar verið skráðir í varalið sem tryggði viðvar­andi ör­ygg­is­getu lands­ins og viðbúnað í neyðar­til­vik­um. Til að út­færa þetta fyr­ir­komu­lag með ná­kvæm­ari hætti er hægt að sækja í smiðju Norður­land­anna,“ segir hann.

Myndi auka samhug og ábyrgðartilfinningu

Bjarni fer ekki ofan af því að upptaka herskyldu myndi styrkja íslenskt þjóðaröryggi á margvíslegan hátt. Með uppbyggingu eigin varna gæti Ísland orðið sjálfstæðara í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og minnkað þörfina á að reiða sig á utanaðkomandi vernd.

„Þá myndi her­skylda stuðla að því að sam­fé­lagið allt væri meðvitað um mik­il­vægi þjóðar­varna og að landið væri bet­ur í stakk búið til að tak­ast á við ör­ygg­is­ógn­ir sam­tím­ans. Að auki myndi slíkt kerfi styrkja stöðu Íslands inn­an NATO, þar sem landið yrði virk­ari þátt­tak­andi í sam­eig­in­leg­um vörn­um banda­lags­ins.“

Bjarni telur einnig að innleiðing herskyldu myndi hafa jákvæð áhrif á samfélagslegan stöðugleika. Með þátttöku allra í vörnum landsins myndi ábyrgðartilfinning og samhugur meðal landsmanna aukast.

„Slík nálg­un gæti aukið sam­stöðu þjóðar­inn­ar og stuðlað að sterk­ari og sam­heldn­ari sam­fé­lags­gerð. Að auki gæti hún skapað tæki­færi til auk­inn­ar færniþróunar og starfs­hæfni, þar sem ein­stak­ling­ar myndu öðlast fjöl­breytta reynslu og þekk­ingu sem nýtt­ist þeim í framtíðinni,“ segir hann.

Hann segir að lokum að með hliðsjón af reynslu Svíþjóðar og annarra Norðurlandaþjóða væri skynsamlegt fyrir Ísland að huga að upptöku herskyldu í tengslum við stofnun eigin hers.

„Með því að byggja á hug­mynd­inni um alls­herj­ar­varn­ir og aðlaga hana að ís­lensk­um aðstæðum gæti Ísland tryggt öfl­ugt og sjálf­bært þjóðarör­yggi. Slík stefnu­mót­un myndi ekki aðeins styrkja ör­yggi lands­ins held­ur einnig efla sam­fé­lagið í heild og gera það bet­ur í stakk búið til að tak­ast á við framtíðaráskor­an­ir í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum

Þorsteinn hefur efasemdir um varnarsamninginn og telur að Íslandi geti stafað ógn af Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“
Fréttir
Í gær

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi

Viktoría enn föst í Georgíu – Gunnlaugur sakar ríkislögreglustjóra um ósannindi
Fréttir
Í gær

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“

Diljá svarar skammarpistli Bjarna – „Við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar

Of mikil vinna fyrir Skattinn að svara beiðni um upplýsingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi

Umfangsmikil sérsveitaraðgerð í Kópavogi