fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. mars 2025 15:30

JD Vance. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, mætti í viðtal hjá Fox News og ræddi um sögulegan fund með Zelensky forseta síðastliðinn föstudag, þar sem sauð rækilega upp úr, eins og öll heimsbyggðin varð vör við.

Vance segir að Zelensky hafi ekki einu sinni verið tilbúinn að ræða einstök samningsatriði, hvað þá meira. Hann hafi formælt Pútín í sífellu og það sé ekki leiðin til að ná samningum. Hann skilji samt vel afstöðu Zelenskys og tilfinningar hans enda hafi stríðið leikið Úkraínu afar grátt.

Einn helsti ásteytingarsteininn var krafa Zelenskys um öryggistryggingar af hálfu Bandaríkjamanna og stóð það í veginum fyrir því að hann undirritaði samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu fágætra málma í Úkraínu. Vance segir að slíkt samkomulag myndi veita Úkraínu miklu meira öryggi heldur en friðargæsluliðar frá NATO. Ekkert tryggi öryggi Úkraínu betur en að Bandaríkjamenn séu að fjárfesta og starfa þar.

Zelensky hefur látið hafa eftir sér eftir fundinn örlagaríka að stríðið eigi eftir að halda áfram í langan tíma enn. Þjóðarleiðtogar í Evrópu hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir standi með Úkraínu í stríðinu eins lengi og þurfi. Vance spyr með hvaða peningum eigi að fjármagna endalaust stríð. Hvorki skattborgarar í Evrópu né Bandaríkjunum kæri sig um botnlaus fjárútlát í þennan stríðsrekstur.

Vance segir að sumir leiðtogar í Evrópu tali allt öðruvísi í einkasamtölum um Úkraínustríðið. Þeir berji sér á brjóst opinberlega og segist ætla að standa með Úkraínu fram í rauðan dauðan en í einkasamtölum segi þeir að þetta geti ekki haldið áfram endalaust.

„Þetta getur ekki haldið áfram endalaust. Blóðsúthellingarnar, morðin og efnahagshrunið, þetta setur alla í verri stöðu. Eina leiðin til friðar er planið sem forsetinn Trump er með,“ segir Vance, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú