Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur sérstaka athygli á því á Facebook-síðu sinni að þótt veðrið sé gott á Akureyri sé það slæmt rétt norðan við bæinn.
Færslan hljóðar svo:
„Lögreglan er að sinna umferðaróhappi á Hringvegi, við Syðri Brennihól, rétt norðan við Akureyri. Þar var tilkynnt um 3 bíla árekstur og erfiðar aðstæður vegna léleg skyggnis. Mjög erfiðar aðstæður eru á vettvangi. Það sem blekkir er að inni á Akureyri er sól og mjög gott veður en það gjörbreytist um 1 km norðan við bæinn. Vinsamlegast hafið þetta í huga. (Myndin er tekin rétt við Syðri Brennihól kl 12:15).“
Umrædda mynd má sjá hér fyrir ofan.