fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Bónus varningur hefur öðlast varanlegan sess í bandarískri menningu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. mars 2025 14:15

Mynd: Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að varningur með merki verslunarkeðjunnar sem allir Íslendingar þekkja, Bónus, hafi öðlast varanleg sess í bandarískri menningu.

Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennastir í hópi erlendra ferðamanna á Íslandi. Varningur með merki Bónuss, t.d. pokar, bolir og derhúfur hefur verið vinsæll meðal þeirra en ferðamenn frá öðrum löndum hafa þó einnig tekið ástfóstri við sparigrísinn þekkta. Segja má að færsla á samfélagsmiðlinum Reddit staðfesti að Bónus varningurinn hafi öðlast varanleg sess í bandarískri menningu en í færslunni kemur fram að í verslun í borginni Detroit sem sérhæfir sig í svokölluðum „vintage“ varningi hafi derhúfa með merki Bónuss verið til sölu og mynd birt með því til staðfestingar.

Föt og annars konar varningur sem ber þetta heiti „vintage“ er annað hvort gamall eða í sams konar stíl og gamall varningur. Varningurinn fær vart slíkan stimpil nema að hafa öðlast varanleg sess í verslun, viðskiptum og menningu viðkomandi lands. Segja má því að sala á Bónus derhúfu í bandarískri verslun, sem sérhæfir sig í varningi af þessu tagi, staðfesti að varningur með merki Bónuss hafi öðlast varanleg sess í bandarískri menningu.

Einstaklingurinn sem setti færsluna inn á Reddit segir að honum sé nokkuð skemmt yfir því að hafa séð húfuna í þessari verslun.

Í athugasemdum taka til máls einstaklingar sem fara ekki í grafgötur með að þeir eigi sjálfir varning með merki Bónuss. Meðal þeirra er einstaklingur sem segist eiga derhúfu með merkinu:

„Ég er með mína næstum því á hverjum degi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta

Rafmynt Trump hækkar duglega í verði eftir að hann lofar matarboði fyrir stærstu fjárfesta