Þýskur ferðamaður var handtekinn í Mexíkó eftir að hann klifraði upp píramída. Myndband náðist af atvikinu. Heimamenn brugðust reiðir við, bauluðu og lömdum manninn.
Kona að nafni Teresa Arroya var að heimsækja hið heimsfræga musteri Kukulcan í Chichen Itza á Yucatan skaga þann 20. mars. En musterið var byggt af Maya frumbyggjum fyrir um þúsund árum síðan.
Var hún að taka upp myndband þegar hún sá mann taka á rás upp píramídann, sem hefur 91 tröppu. Á eftir honum fóru tveir öryggisverðir þar sem það er vitaskuld stranglega bannað að príla á þessum merku menningarminjum.
Fólkið sem stóð í kring til að bera píramídann augum var forviða þegar það sá manninn klifra og baulaði á hann. Góluðu sumir að hann væri fáviti og heimskur. „Þú mátt ekki fara upp á musterið!“ kallaði ein kona á hann.
Maðurinn, sem reyndist vera þýskur ferðamaður, komst upp á toppinn en þar náðu verðirnir honum og fylgdu niður. Var honum fylgt af svæðinu fólkið vildi refsa honum meira, elti og hellti úr skálum reiði sinnar yfir hann.
Öryggisverðirnir reyndu að róa mannskapinn svo að þeir gætu fylgt honum í burtu ósködduðum. Ekki er vitað hvaða eða hvort hann fékk refsingu eða kæru fyrir athæfið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ferðamenn klifra upp á Maya píramída á Yucatan skaga. Fyrir tveimur árum klifraði pólskur ferðamaður upp annan píramída, komst upp á topp og smellti þar af nokkrum ljósmyndum til þess að birta á samfélagsmiðlum.
Sá maður fékk ekki betri móttökur frá heimamönnum þegar öryggisverðir höfðu fylgt honum niður. Veittist að honum ofanber maður með staf og lamdi hann í hnakkann með stafnum. Var Pólverjinn settur í varðhald í tólf tíma og svo sektaður.
Spænsk kona klifraði sama píramídann árið 2022, dansaði upp á honum og sýndi mikla vanvirðingu. Múgurinn heimtaði að hún yrði sett í fangelsi og sumir skvettu á hana vatni. Ekki er vitað hvort eða hvaða refsingu hún fékk.