fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Enginn vildi koma í viðtal til Stefáns Einars

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. mars 2025 13:55

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn fulltrúi ríkisstjórnarinnar vildi mæta í viðtalsþáttinn Spursmál á Mbl.is, sem er í umsjón Stefáns Einars Stefánssonar, til þess að ræða fyrirhugaða hækkun veiðigjalda sem boðuð hefur verið.

Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir stundu þar sem valkyrjurnar þrjár, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland fóru yfir fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar og sem og helstu áherslur nýrrar fjármálaáætlunar sem lögð hefur verið fram.

Í lok fundarins var opnað fyrir spurningar blaðamanna og þar steig Andrés Magnússon frá Morgunblaðinu fram og spurði formennina þrjá hvers vegna enginn hafi viljað mæta í þátt Spursmála til að ræða hækkunina.

Kristrún var til svars og sagði að málið yrði brátt tekið fyrir í þinginu og þar yrði boðið upp á samráð sem og að koma athugasemdum á framfæri. Þá sagðist hún ekki vera með skýringu á reiðum höndum hvers vegna enginn hefði viljað mæta til Morgunblaðsins.

Stefán Einar hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í áðurnefndum þáttum þó að sitt sýnist hverjum um ágæti hennar. Nú virðist ýmislegt benda til þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar séu farnir að hunsa boð um að mæta í viðtöl til hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi