Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu eftir líkamsárás í miðborginni. Alls gista fimm fangageymslur eftir nóttina. 89 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar.
Í miðborginni var eftirlit með umferð, allnokkrir ökumenn sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Einnig var eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni. Allir sem voru heimsóttir reyndust í lagi. Lögregla sinnti fjórum útköllum þar sem um var að ræða þjófnað í verslanir á varðsvæðinu. Allnokkrar tilkynningar bárust um samkvæmishávaða í hverfum 101 og 105. Nokkuð um minniháttar tilkynningar, flestar tengdar ölvun.
Lögreglustöð 2 fékk tilkynningu um veiðimenn í vanda í hverfi 220 en tilkynnandi hafði áhyggjur að það væri búið að flæða að þeim. Veiðimennirnir höfðu engar áhyggjur af þessu og vildu enga aðstoð fá.
Í Kópavogi var einn handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Sá var töluvert ölvaður en var látinn laus á lögreglustöð eftir viðræður. Ökumaður var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Annar ökumaður reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli í 201 en lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans.
Á lögreglustöð 4 sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi var ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum.