fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

5 gista fangageymslur eftir nóttina

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 09:31

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu eftir líkamsárás í miðborginni. Alls gista fimm fangageymslur eftir nóttina. 89 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar.

Í miðborginni var eftirlit með umferð, allnokkrir ökumenn sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Einnig var eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni. Allir sem voru heimsóttir reyndust í lagi. Lögregla sinnti fjórum útköllum þar sem um var að ræða þjófnað í verslanir á varðsvæðinu. Allnokkrar tilkynningar bárust um samkvæmishávaða í hverfum 101 og 105. Nokkuð um minniháttar tilkynningar, flestar tengdar ölvun.

Lögreglustöð 2 fékk tilkynningu um veiðimenn í vanda í hverfi 220 en tilkynnandi hafði áhyggjur að það væri búið að flæða að þeim. Veiðimennirnir höfðu engar áhyggjur af þessu og vildu enga aðstoð fá.

Í Kópavogi var einn handtekinn  fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Sá var töluvert ölvaður en var látinn laus á lögreglustöð eftir viðræður. Ökumaður var  handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Annar ökumaður reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli í 201 en lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans.

Á lögreglustöð 4 sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi var ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur og akstur sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ráðleggja Evrópubúum að birgja sig upp – Óttast neyðarástand

Ráðleggja Evrópubúum að birgja sig upp – Óttast neyðarástand
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta
Fréttir
Í gær

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“

Veittust að manni í þvottahúsinu við Grettisgötu – „No Police! No Police!“
Fréttir
Í gær

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“