fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hann er ekki enn orðinn kanslari en ummæli hans um Bandaríkin gefa ótrúlega stefnubreytingu til kynna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. mars 2025 07:00

Friedrich Merz. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til að Friedrich Merz verði næsti kanslari Þýskalands og það ekki á auðveldum tímum því staðan í heimsmálum er mjög óviss. Evrópa hefur meiri þörf en nokkru sinni á sterkum þýskum leiðtoga og Merz er strax farinn að reyna að standa undir því þrátt fyrir að vera ekki orðinn kanslari.

„Evrópa, þar á meðal Þýskaland, á að verða „óháð Bandaríkjunum“, sagði hann að kvöldi 23. febrúar, þegar kosið var til þings í Þýskalandi og ljóst var að allt stefndi í að hann verði kanslari.

Hann steig þar með inn í hlutverkið sem einn mikilvægasti pólitíski leiðtoginn í Evrópu á tímum þar sem heimsmyndin, eins og við þekkjum hana, er í upplausn.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að segja eitthvað þessu líkt í sjónvarpinu en eftir ummæli Donald Trump í síðustu viku er ljóst að Bandaríkjamenn, að minnsta kosti bandaríska ríkisstjórnin, er nokkurn veginn alveg sama um örlög Evrópu,“ sagði hann í beinni sjónvarpsútsendingu.

Fyrir nokkrum vikum hefði líklega engum manni dottið í hug að ummæli af þessu tagi kæmu frá verðandi kanslara Þýskalands.

Þeir sem þekkja til þýskrar sögu vita að Bandaríkin hafa verið náið bandalagsríki landsins áratugum saman. Það skýrir af hverju árásir Trump og J.D. Vance, varaforseta hans, á gömul evrópsk bandalagsríki Bandaríkjanna og skortur á tryggingum fyrir því að Bandaríkin ábyrgist öryggi Evrópu, séu Þjóðverjum mikið áfall.

Það voru Bandaríkin sem voru í lykilhlutverki eftir síðari heimsstyrjöldina við uppbyggingu Þýskalands og innleiðingu lýðræðis. Vestur-Þýskaland var mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna á tímum kalda stríðsins og Bandaríkin eru enn með 35.000 hermenn í Þýskalandi. En hvort þeir verða þar áfram og svona margir, er alls óvíst því Trump hefur sagt að hann hafi í hyggju að fækka bandarískum hermönnum í Evrópu.

Telja má víst að atburðir helgarinnar í Hvíta húsinu, þar sem Trump og Vance virtust staðráðnir í að reyna að lítillækka Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, styrki Merz og aðra evrópska leiðtoga enn frekar í þeirri skoðun að tími sé kominn til að sætta sig við að ekki sé hægt að treysta á Bandaríkin lengur sem leiðtoga frjálsra ríkja heimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans