fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Dularfull mannshvörf skekja karabíska paradísareyju

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. mars 2025 18:30

Leitin að Natalee Holloway á eyjunni Arúba vakti alþjóðlega athygli en það sama verður ekki sagt um önnur mannshvörf á eyjunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfull mannshvörf á karabísku eyjunni Aruba eru farin að vekja alþjóðlega athygli. Árin 2023 og 2024  hafa níu einstaklingar horfið á eyjunni og tveir aðrir hafa bæst við á þessu ári. Hefur hvorki tangur né tetur sést af fólkinu. Heimamenn eru orðnir uggandi yfir vanmætti lögregluyfirvalda þar í landi og vilja alþjóðlega hjálp til að leysa ráðgátuna.

Aruba er örsmá eyja í karabíska hafinu, 25 kílómetra norður af strönd Venesúela. Eyjan, sem tilheyrir Hollandi, er aðeins um 200 ferkílómetrar af stærð eða um 10% af stærð Tenerife til samanburðar. Þar búa um 100 þúsund manns.

Frægt mannshvarf hinnar bandarísku Natalee Holloway skók eyjuna árið 2005 en það mál leystist síðan eins og frægt varð. Önnur mannshvörf á eyjunni hafa ekki fengið viðlíka athygli en það er breytast.  BBC fjallaði um mannshvörfin í fréttaskýringu og ræddi við ættingja fórnarlambanna sem eru í öngum sínum eins og gefur að skilja. Flestir sem hafa horfið eru karlmenn á öllum aldri, aðallega heimamenn en þó eru dæmi um að ferðamenn hafi horfið sporlaust. Íbúar eru farnir að óttast að eitthvað glæpsamlegt sé á seyði. Kenningar eru meðal annars uppi um að fólkinu hafi verið rænt til þess að koma líffærum þeirra í verð.

Kanadabúinn Roman Mussabekov, sem er af rússneskum ættum, er einn þeirra sem hefur horfið á Arúba á undanförnum ár. Hér er hann á mynd ásamt móður sinni.

Allt ætlaði um koll að keyra á eyjunni þegar hin tólfa ára gamla Chantel Crump hvarf þann 12. mars síðastliðinn. Umfangsmikil leit fór af stað en ólíkt fyrri mannshvörfum fannst lík stúlkunnar tveimur dögum síðar og er þarlend kona í haldi lögreglu, grunuð um morð. Þrátt fyrir að lík stúlkunnar hafi fundist, ólíkt hinum málunum, hefur málið varpað kastljósinu á hin óútskýrðu mannshvörf síðustu ár.

Þá leikur grunur á að mannshvörfin séu mun fleiri. Ræddi BBC meðal annars við mann sem heldur utan um skrá yfir týnda Arabúa-búa síðustu áratugi og eru þeir um 60 talsins.

Heimamenn eru orðnir verulega órólegir og sér í lagi vegna vanmáttar lögreglunnar á Arúba sem glímir við verulegan fjárkost. Kemur fram í umfjöllun breska miðilsins að þung krafa sé um að leitað verði út fyrir landsteinanna að aðstoð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi

Baldur telur það aðeins tímaspursmál þar til Trump beini sjónum sínum að Íslandi