fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Á.E. Sæmundsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að undanfarin ár hafi farið að bera meira á þjófnaði á Þingvöllum þar sem vasaþjófar eru að verki.

Fjallað er um þetta mál í Morgunblaðinu í dag og segir Einar í samtali við blaðið að erlendir þjófar hafi gert sig mjög gildandi á svæðinu í vetur. Kemur fram í frétt Morgunblaðsins að asískir ferðamenn séu algeng fórnarlömb og að þjófagengi frá Austur-Evrópu séu yfirleitt að verki.

Einar segir til dæmis að vasaþjófar hafi verið gripnir glóðvolgir fyrir rúmum mánuði þar sem þeir voru með krumlurnar ofan í tösku hjá ferðamanni.

„Hann sner­ist til varn­ar og það varð smá uppá­koma á Hak­inu vegna þessa. Þjóf­arn­ir komust und­an, en ég gat skoðað mynd­efni og fékk lög­regl­an þær upp­lýs­ing­ar. Þegar við skoðuðum efnið bet­ur sáum við að sami bíll­inn hafði komið hér fjóra eða fimm daga í röð og alltaf á sama tíma,“ seg­ir Ein­ar við Morgunblaðið og bætir við:

„Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu.“

Einar hvetur leiðsögumenn og bílstjóra sem eru í tengslum við ferðahópa að láta þá vita af stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar