Það er minni pressa á leikmönnum Aston Villa fyrir leik gegn Paris Saint-Germain í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna markvarðarins Emiliano Martinez.
Martinez segir sjálfur frá þessu en hann er ekki vinsæll í Frakklandi eftir úrslitaleik HM í Katar árið 2022.
PSG er svo sannarlega talið sigurstranglegra fyrir leikina en leikið verður í Frakklandi og svo í Birmingham.
Martinez telur að hann muni vera skotmark stuðningsmanna PSG og að það gæti hjálpað liðsfélögum sínum.
,,Liðið mitt verður undir minni pressu þar sem ég leik aðalhlutverkið.. Stuðningsmennirnir munu móðga mig persónulega,“ sagði Martinez.
,,Ég er með mitt á hreinu. Gegn Lille þá var baulað á mig í 120 mínútur, það er eðlilegt.“