fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. mars 2025 10:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær sakfellingu héraðsdóms yfir manni sem sakaður var um nauðgun, felldi hins vegar niður fangelsisrefsingu hans en hækkaði miskabætur til brotaþola.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn konu sem var sofandi í sófa með því að stinga fingrum ítrekað í leggöng hennar og sleikja kynfæri hennar án hennar samþykkis, en konan gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi. Maðurinn neitaði sök og bar því við að konan hefði verið samþykk kynmökunum í upphafi og haft frumkvæði að þeim en síðan sofnað. Þegar hann varð þess var að hún var sofnuð hafi hann hætt.

Maður sem hafði sofnað í sófanum við hlið brotaþolans og vaknaði við „einhver hljóð“ tók hins vegar undir með vitnisburði brotaþolans. Vitnisburður hans vóg þungt í sakfelllingunni en einnig staðfastur og trúverðugur framburður brotaþolans.

Í héraðsdómi hafði maðurinn verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til greiðslu miskabóta að fjárhæð 1,5 milljónir króna.

Landsréttur felldi hins vegar niður fangelsisrefsingu mannsins. Fyrir dóminn voru kvaddir tveir matsmenn til að meta hvort refsing yfir manninum myndi bera tilætlaðan árangur. Var hann metinn með skerta greind og á einhverfurófi. Einnig var hann greindur með athyglisbrest með ofvirkni og hvatvísi. Var það mat sérfræðinga að refsing yfir manninum myndi ekki bera árangur. Í texta dómsins segir:

„Vitnið kvaðst hafa metið ákærða með skerta greind og á einhverfurófi. Þá hefði ákærði áður verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og hvatvísi og hann verið á lyfjum vegna þess. Vitnið sagði aðspurt að erfitt væri að meta út frá lögregluskýrslum hvort ákærði hefði skilið spurningar lögreglu, en benti á að spurningarnar hefðu ekki verið flóknar og eingöngu lotið að því sem gerðist. Vitnið sagði ákærða þekkja muninn á réttu ogröngu og gera sér grein fyrir verknaði og afleiðingum. Ákærði væri með ökuréttindi og hefði áður verið í vinnu þar sem tekið hefði verið tillit til aðstæðna hans. Vitnið sagðist telja að ákærði gæti ekki búið einn án stuðnings og handleiðslu. Ákærði hefði á hinn bóginn ávallt búið hjá móður sinni og því ekki reynt á sjálfstæða búsetu hans. Hvað varðaði það álitaefni hvort refsing myndi bera árangur benti vitnið á að vandi ákærða væri fjölþættur, eins og áður greindi, og að hann væri þroskahamlaður en á hinn bóginn ekki með alvarleg geðræn vandamál. Hann væri töluvert skertur en ekki svo að hann þyrfti að vera á sambýli eða í sérstöku búsetuúrræði. Vitnið sagðist halda að ákærði skildi afleiðingar verknaðarins að einhverju leyti, en á hinn bóginn ætti hann erfitt með að skilja þetta mál almennt. Hvað það varðaði hvort rétt væri að refsa ákærða en binda refsingu hans skilorði kvaðst vitnið telja að ákærði hefði ekki fullan skilning á því hvað í því fælist. Ákærði hefði þó skilning á því að hann þyrfti að bera ábyrgð á því sem hann gerði. Matsmenn hefðu metið áhættu á frekari afbrotum ákærða fremur litla, enda hefði hann almennt ekki sýnt af sér andfélagslega hegðun. Ákærði gæti sinnt samfélagsþjónustu, sem væri heppilegasta refsingin í hans tilfelli, en alls engin þörf væri talin á því að ákærði sætti öryggisráðstöfunum eða vistun á hæli. Vitnið staðfesti að lokum það mat sitt að það teldi að refsing myndi ekki bera árangur.“ 

Niðurstaða Landsréttar er sú að manninum er ekki gerð refsing en hann þarf að greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar