fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 28. mars 2025 14:30

Helgi Kristjánsson (til vinstri) þakkaði Thompson (fyrir miðju) fyrir heimsóknina. Mynd/Hull Fishing Heritage Centre.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir og breskir togaraskipstjórar hittust í fyrsta skiptið síðan þeir öttu kappi í þorskastríðunum. Viðurkenndu þeir bresku að hafa notað kartöflur sem vopn.

Í breska ríkissjónvarpinu BBC er greint frá heimsókn íslenskra togaraskipstjóra til borgarinnar Hull á austurströnd Bretlands þar sem er safn um sjómennsku á staðnum. Flestir þeir bresku togarar sem veiddu á Íslandsmiðum á tímum þorskastríðanna komu frá Hull og Grimsby og rétt eins og á Ísland var þar mikið undir í átökunum.

„Við háðum þrjú þorskastríð við Ísland en þegar á hólminn er komið erum við enn þá samherjar,“ sagði Jerry Thompson, safnstjóri og fyrrverandi sjómaður, við tilefnið. Mikilvægt væri að halda minningunum, sögunni og vináttunni á lofti.

Hópurinn heimsótti Hull. Mynd/Hull Fishing Heritage Centre

Thompson var á togara sem hét CS Forestor. Hann sagði að sjómennirnir hefðu að mestu notað kartöflur sem vopn. Ekki gátu þeir kastað þorskinum í Íslendingana, hann var of verðmætur. Hins vegar gátu þeir ekki kastað öllum kartöflunum, því þá hefðu þeir ekki haft neitt til að borða í túrnum.

Einn Íslendinganna, Helgi Kristjánsson frá Akureyri, sagði að íslensku sjómennirnir hefðu mátt þola mikið en þeir hafi orðið að verja aflann sinn. Sagðist hann vera þakklátur fyrir heimsóknina á safnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur