fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. mars 2025 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inda Björk Eyrbekk Alexandersdóttir segir að Hjörleifur Haukur Guðmundsson, sem allt bendir til að hópur manna sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarið hafi orðið að bana fyrr í mánuðinum, hafi aldrei verið bendlaður við barnagirnd. Hinir grunuðu í málinu eru sumir tengdir við svokallaða tálbeituhópa sem hafa gefið sig út fyrir að berjast gegn barnaníðingum.

„Hann var ekki að fara að hitta einhverja stelpu undir lögaldri,“ segir Inda í samtali við DV. Inda telur að sannleikurinn í málinu komi í ljós um síðir en eðlilega haldi lögreglan þétt að sér spilunum á meðan rannsókn stendur yfir.

Inda og Hjörleifur voru vinir um áratugabil en þau sameinuðust í áhuga sínum á vélhjólasporti. Inda kallar Hjörleif Gasa og lýsir honum sem einstökum manni með frábært skopskyn. Í minningargrein í Morgunblaðinu segir Inda:

„Hann Gasi var hrifsaður burt á versta og grimm­asta máta sem hægt er að hugsa sér. Hvernig get­ur maður sætt sig við slík ör­lög? Af hverju erum við sem get­um tal­ist til eðli­legra manna neydd til að búa í sam­fé­lagi með fólki sem virðir ekki líf, heilsu og líðan annarra? Hvert erum við kom­in þegar litla Ísland er ekki leng­ur ör­uggt fyr­ir fólki sem beit­ir hrotta­legu of­beldi með eins öm­ur­leg­um af­leiðing­um.“

Um skopskyn og karakter vinar síns segir Inda:

„Gasi var gríðarlega skop­leg­ur ná­ungi, mál­far hans var óvenju­legt og stund­um ein­ung­is á færi þeirra sem þekktu hann vel að skilja. Hann var öfl­ug­ur hjóla­maður og lengi öf­undaði ég hann af Harley-inum hans sem end­ur­speglaði eig­and­ann lygi­lega vel. Hann var hrár, laus við all­an íburð og gekk alltaf þótt skrúf­ur, fest­ing­ar og púst­kerfi hrist­ust af á ferðalög­um.“

Inda lýsir því síðan hvernig Gasi stóð þétt við bakið á henni og hennar fólki þegar það þurfti á aðstoð að halda, ekki síst eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar lenti í alvarlegu slysi. Segir hún Gasa hafa gert tilveruna örlítið bjartari í öllu myrkrinu sem þá grúfði yfir.

Lenti í klóm misindisfólks

Inda segir Gasa hafa lent í klóm misindisfólks og heilabilun sem hann glímdi við hafi gert hann útsettari fyrir óvönduðu fólki. Minningargrein Indu er áhrifamikil en hún skrifar undir lokin:

„Und­an­far­in ár glímdi Gasi við erfiða heila­bil­un sem gerði hann út­sett­ari fyr­ir klóm mis­ind­is­fólks sem vildi hon­um ekk­ert nema illt, fólks sem virti hann ekki sem mann­eskju. Ég vildi óska að hann og fólkið hans hefði verið gripið eins og vel og hann greip aðra. Ég vildi óska að við byggj­um við öfl­ugra heil­brigðis­kerfi sem um­vef­ur viðkvæmt fólk og gæt­ir fyr­ir hætt­um heims­ins.

Það er mín ein­læga ósk að fólk sem vill­ist af leið í líf­inu fái nauðsyn­lega aðstoð því það er sam­fé­lags­leg­ur ávinn­ing­ur sem hlýst af því ef hægt er að sporna mark­visst við vax­andi of­beld­is­hegðun og neyslu hug­breyt­andi efna. Við sem sam­fé­lag verðum að gera bet­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara