fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Gálgafrestur hundsins sem beit manneskju er á enda

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 28. mars 2025 11:30

Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ákvarðaði að hundurinn, sem er af tengundinni American Akita, skyldi vera aflífaður. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá fyrir skömmu frestaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála aflífun hunds sem bitið hafði manneskju. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tók ákvörðunina að fenginni tillögu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Eigandinn kærði ákvörðunina til nefndarinnar sem frestaði aflífuninni á meðan kæran var til meðferðar. Þeirri meðferð er nú lokið og nefndin hefur úrskurðað að ákvörðunin um aflífun hundsins skuli standa óhögguð.

Hundur sem beit manneskju fær gálgafrest

Hundurinn er af tegundinni American Akita. Í október 2024 beit hann einstakling sem var staddur á heimili eigandans til að gæta barna. Tók hundurinn sér stöðu fyrir aftan viðkomandi einstakling og beit hann í handlegginn. Viðkomandi var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl og atvikið tilkynnt til lögreglu. Dýraþjónusta Reykjavíkur óskaði í kjölfarið eftir því við heilbrigðisnefndina að hundurinn yrði aflífaður en hann hafði þá gengist undir skapgerðarmat hjá dýralækni. Eigandinn andmælti fyrirhugaðri aflífun en heilbrigðisnefndina tók ákvörðun um hana í febrúar síðastliðnum.

Í kæru sinni til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vísaði eigandinn til ákvæða stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkaréttar og einkalífs. Vildi hann meina að sú aðgerð að svipta eiganda gæludýri sínu fæli í sér inngrip inn í þennan verndaða eignarrétt. Vildi hann enn fremur meina að ákvörðunina skorti lagastoð og vitnaði þar til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um velferð dýra. Sagði eigandinn sveitarfélög enga heimild hafa í lögum til að aflífa gæludýr íbúa. Eigandinn sagði ákvörðunina einnig brjóta gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Aldrei hafi verið gerð tilraun til að leysa úr málinu með vægari úrræðum. Beitt væri of harkalegum aðferðum og ósannað væri að hundurinn sé hættulegur og vísaði þá eigandinn til skapgerðarmats dýralæknis sem hundurinn gekkst undir en eigandinn sagði matinu verulega ábótavant og umræddan dýralækni skorta sérþekkingu á atferli hunda.

Eitt ár

Í andsvörum Reykjavíkurborgar kom meðal annars fram að afskipti af hundinum hefðu fyrst hafist í ágúst 2023 þegar ítrekað hafði verið kvartað yfir því að hundar í eigu umrædds eiganda hefðu ráðist á aðra hunda sem hefðu hlotið alvarleg bitsár. Hundarnir hefðu gengist undir skapgerðarmat í september 2023 og eigandinn lýst sérstökum áhyggjum af þeim hundi sem ákvörðunin um aflífun snýr að. Í kjölfarið hafi Dýraþjónusta Reykjavíkur sett eigandanum kröfur um hvernig hundahaldið ætti framvegis að vera. Hundarnir hafi meðal annars átt að vera með múl úti og á aflokuðum stað inni á heimilinu. Þetta hafi hins vegar ekki dugað til.

Eftir að umræddur hundur beit einstaklinginn á heimili eigandans í október 2024 fór hann eins og áður segir í skapgerðarmat hjá dýralækni. Í andsvörum Reykjavíkurborgar kemur fram að samkvæmt matinu sé hundurinn hættulegur fólki og mælt sé eindregið með aflífun þar sem hegðun hundsins sé hvatvís og miklar líkur á að hann myndi aftur bíta manneskju. Minnti borgin á að eignarréttur sæti ýmsum takmörkunum og hundahaldi séu settar ýmsar skorður. Vildi borgin meina að málsmeðferðin hefði verið fyllilega í samræmi við stjórnsýslulög og lagði áherslu á hættuna sem stafaði af hundinum.

Alvarlegt

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að ljóst sé að umrætt atvik frá því í október 2024 hafi verið alvarlegt og valdið umræddum einstaklingi töluverðum áverkum. Tekur nefndin undir það með Reykjavíkurborg að eignarréttur sæti ýmsum takmörkunum þar á meðal ef eign telst vera hættuleg.

Nefndin segir enn fremur að Mannréttindanefnd Evrópu hefði áður úrskurðað að Mannréttindasáttmáli Evrópu verndi ekki rétt einstaklinga til þess að eiga hund og þar sem hundaeign hefði óhjákvæmilega áhrif á annað fólk væri hún ekki einkamál eigandans. Bendir nefndin einnig á ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um að leyfilegt sé að ganga á friðhelgi einstaklinga ef nauðsyn beri til vegna almannaheilla.

Nefndin færir enn fremur ítarleg rök fyrir því að nægilega traustur grundvöllur sé fyrir að reglur um hundahald heimili sveitarfélögum að taka ákvörðun um að hundur skuli aflífaður þyki hann of hættulegur. Almenn sjónarmið um allsherjarreglu, vernd almennings gegn hættu og óþægindum og varnir gegn því að tjón hljótist af þegar dýr ganga laus mæli einnig með þessari niðurstöðu.

Vill nefndin meina að umfang gagna málsins staðfesti að heilbrigðisnefnd hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni, í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga. Nefndin segir einnig ljóst að meðalhófs hafi verið gætt í málinu. Hundurinn hafi áður bitið þrjá hunda og eigandanum verið gefinn kostur á að mæta vissum skilyrðum til að fá að hafa hundinn áfram en hann ekki farið eftir þeim. Í ljósi þess skaða sem hundurinn hafi valdið og þeirrar hættu sem stafi af honum sé ekki hægt að taka undir að aflífun hundsins brjóti gegn meðalhófsreglu. Gögn málsins beri einnig með sér að eigandinn hafi fengið nægilega möguleika til andmæla.

Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að ákvörðunin um aflífun hundsins skuli standa óhögguð.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara