„Ríkisstjórn! Hvað er nú þetta? Er þetta rétt sem ég les af fréttamiðlum? Ríkisstjórnin ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) vegna fjölskyldusameininga – að því er virðist án nokkurrar pólitískrar eða samfélagslegrar umræðu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni en mbl.is fjallaði meðal annars um málið í gær og gagnrýni frá hjálparsamtökunum Solaris.
„Ekki stendur til að endurnýja þjónustusamning við Rauða krossinn um rekstur neyðar- gistiskýlis sem skýtur skjólshúsi yfir tug einstaklinga dag hvern. Að öllu óbreyttu lendir hópurinn á götunni eftir fáeinar vikur. Ekki á að endurnýja samning við Rauða krossinn um ráðgjafarþjónustu við flóttafólk,“ segir Oddný sem er augljóslega óhress með þetta.
Margir taka undir með henni í athugasemdum við færsluna eins og sjá má hér að neðan.