fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 28. mars 2025 13:30

Ásdís Kristjánsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Myndir/Kópavogsbær/Viðreisn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti Kópavogsbæjar hyggst lækka laun bæjarfulltrúa um 10 prósent samkvæmt nýjum tillögum. Minnihlutinn lagði fram sínar eigin tillögur og bendir á að samkvæmt tillögum meirihlutans lækki Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri aðeins um 1,8 prósent í launum.

Að sögn bæjarstjóra er tillaga um lækkun launa bæjarfulltrúa liður í að mæta kostnaðarhækkunum sveitarfélagsins vegna nýrra kjarasamninga við kennara. En áhrif kjarasamningana á bæjarsjóð Kópavogsbæjar eru í kringum 670 milljón krónur umfram það sem fjárhagsáætlun bæjarins gerði ráð fyrir.

Tillögurnar voru gerðar á þriðjudag og lagðar fram á fundi bæjarráðs í gær. Heilt yfir er um að ræða 10 prósent launalækkun bæjarfulltrúa, þeirra sem sitja í bæjarráði, annarra ráða og nefnda bæjarins.

Sem dæmi lækka laun forseta bæjarstjórnar úr 708.762 krónum í 637.886 og laun áheyrnarfulltrúa í nefnd lækkar úr 48.156 krónum í 43.341.

Vilja að Ásdís lækki jafn mikið

Minnihluti Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vina Kópavogs lagði einnig fram hagræðingartillögur. Í þeim var meðal annars lagt til að laun Ásdísar sjálfrar myndu lækka um 10 prósent eins og bæjarfulltrúa, en í tillögum Ásdísar er lækkun á hennar eigin laun mun lægri. Ásdís Kristjánsdóttir er með 2.741.662 krónur í mánaðarlaun og er á meðal hæst launuðustu bæjarstjóra landsins.

„Í útfærslu á tillögu bæjarstjóra þá reiknast okkur til að þetta sé um 1.8% lækkun á hennar launum en laun bæjarfulltrúa eiga að lækka um 10%,“ segir Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar, í færslu á samfélagsmiðlum um tillögurnar tvær. „Minnihlutinn lagði til að laun bæjarstjóra myndi líka lækka um 10% og endurskoða akstursgreiðslur hennar sem er um 2.1 milljón á ársgrundvelli.“

Ættu ekki að fá greitt fyrir stjórnarsetu slökkviliðs

Einnig lagði minnihlutinn til að hætt verði að greiða fyrir stjórnarsetu í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, það ætti að vera hluti af almennum starfsskyldum allra bæjarstjóra og borgarstjóra.

Þá var lagt til að álag yrði lækkað fyrir formennsku í nefndum og ráðum niður í 20 prósent.

„Tillagan leiðir til skýrleika í launasetningu og tryggir að laun taki mið af raunverulegri vinnu og ábyrgð sem fylgir formennsku og forsetahlutverkum, um leið og hún stuðlar að sparnaði fyrir sveitarfélagið,“ segir í tillögunni og tiltekið að sparnaður vegna þessa yrði 4 milljónir króna á ári. „Með þessari breytingu er áhersla lögð á jafnræði og sanngirni í launasetningu kjörinna fulltrúa, auk þess sem gætt er hófsemi og ábyrgðar í rekstri sveitarfélagsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur

Óttast að þúsundir hafi farist – Skjálftinn stóð yfir í nokkrar mínútur