Þetta gerðist hálfu eftir að hann var endurkjörinn í embætti formanns en hann var kjörinn til þriggja ára og gildir starfslokasamningurinn út kjörtímabilið.
Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Í fréttinni er vísað í ársreikning félagssjóðs stéttarfélagsins þar sem fram kemur að heildarskuld starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna.
Þá er í frétt Vísis rifjað upp að Þórarinn hafi fyrst verið kjörinn formaður í mars 2021 og hann hafi svo verið sjálfkjörinn í embættið árið 2024. Þórarinn lét af störfum í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki og þá var ágreiningur uppi á milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu.
Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Miðflokksins, deilir henni og segir einfaldlega: „Þessir verkalýðsrekendur kunna að semja!”
Undir færslu hans gagnrýna margir umræddan starfslokasamning.
Í frétt Vísis kemur fram að starfslokasamningurinn verði ræddur á aðalfundi Sameykis í dag.