fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. mars 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, sendir Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanni og formanni Framsóknarflokksins, væna pillu eftir að hann mætti í Kastljós í gær til að ræða breytingar á veiðigjöldum.

Sigurður Ingi og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mættust í beinni útsendingu þar sem Sigurður Ingi fann yfirvofandi breytingum flest til foráttu.

Meistaraleg spurning

Össur skrifaði færslu á Facebook sem hann byrjaði svona:

„Ertu að æfa röddina fyrir málþóf?“ var meistaraleg spurning Bergsteins Sigurðssonar til Sigurðar Inga í Kastljósi í gær. Í rökþroti andspænis Hönnu Katrínu ráðherra var það síðasta haldreipi Sigurðar að halda efnislega fram að leiðrétting veiðigjalda væri bara „smjörklípa“ sem ríkisstjórnin kastaði fram til að fela uppnám vegna brotthvarfs Ásthildar Lóu úr ríkisstjórninni!”

Sjá einnig: Frammistaða Hönnu Katrínar í Kastljósi í gærkvöldi vekur athygli – „Annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð“

Össur segir að stjórnarandstaðan hafi engin haldbær rök gegn leiðréttingunni og að Sigurður Ingi hafi farið þá gamalkunnu leið að „tuða“ um að hún væri sérstakur „landsbyggðarskattur“. Össur segir að ekkert sé fjær sanni.

„Hanna Katrín ráðherra benti enda á þá staðreynd að tekjum af leiðréttingunni verði ekki síst varið í að greiða innviðaskuldina við landsbyggðina: „Þið munið sjá það í formi aukinna framlaga til vegabóta á landsbyggðinni,“ sagði Hanna Katrín og yggldi sig við Sigurð. Það er ekki nema sjálfsagt. Það eru fyrst og fremst risastórir tengibílar drekkhlaðnir fiski á leið á suðvesturhornið sem spæna upp vegi landsbyggðarinnar.“

Muni halda áfram að mala gull

Össur segir að fráleitt sé að halda fram að leiðréttingin feli í sér þungt högg á sjávarútveginn.

„Fráleitt er að halda fram að leiðréttingin feli í sér þungt högg á sjávarútveginn. Stefán Ólafsson, hagfræðiprófessor birtir í dag útreikninga sem sýna, að á meðan hagnaður í viðskiptahagkerfinu er að meðaltali um 9% var hann næstum þrefalt hærri, eða 24% í sjávarútvegi. Eftir leiðréttinguna verður hagnaður greinarinnar samt meira en tvöfalt hærri, eða 20%,“ segir Össur og vísar í skrif Stefáns sem má sjá í færslunni hér undir.

Össur segir að milljarðatugir muni því halda áfram að streyma í „arðhirslur sægreifanna“ eins og hann orðar það.

„Ekkert af þeim arði fer í að byggja upp byggðarlög sem þeir hafa skilið eftir í rúst með því að selja burt allan kvóta, sumir til að fjárfesta í steinsteypuhölllum og uppkaupum á fyrirtækjum fyrir sunnan. Og hversu mikill arður streymir nú þegar af landsbyggðinni ár hvert til að kaupa upp fyrirtæki á mölinni? Hvað á auðkýfingurinn í Vestmannaeyjum í mörgum fyrirtækjum upp á landi? Með hverju halda menn að þau séu greidd?“

Össur endar færslu sína á þeim orðum að útreikningar Stefáns Ólafssonar sýni að það sé sannarlega borð fyrir báru.

„Leiðréttingin getur í besta falli aðeins talist fyrsta skref að sanngjörnum veiðigjöldum. Hvorki málþóf hins þrautreynda smjörklípumanns, Sigurðar Inga, né krókódílatár sægreifanna breyta því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar