fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Ísabella Sara seld til Svíþjóðar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. mars 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísabella Sara Tryggvadóttir er að ganga í raðir sænska stórliðsins Rosengard, en hún er keypt þaðan frá Val.

Ísabella er 18 ára gömul og lykilmaður á Hlíðarenda en tekur nú þetta stóra skref í sænska boltann.

Tilkynning Vals
Knattspyrnufélagið Valur og sænska stórliðið Rosengård hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á hinni 18 ára gömlu Ísabellu Söru Tryggvadóttur frá Val. Ísabella gengur strax til liðs við Rosengård.

„Rosengård er einn stærsti klúbburinn í Skandinavíu kvennamegin og því ljóst að þetta er frábært tækifæri fyrir Ísabellu. Hún framlengdi samningi sínum við okkur um fjögur ár á dögunum en þetta er tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Við erum afskaplega ánægð fyrir hennar hönd,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

„Þetta er gott dæmi um það sem við í Val viljum standa fyrir. Að gefa ungum og efnilegum stelpum tækifæri og ef þær nýta það jafn vel og Ísabella hefur gert gerast góðir hlutir. Vissulega hefði verið frábært að hafa hana hjá okkur áfram en tilboð sænska liðsins var þannig að erfitt var að neita því auk þess sem Ísabella vildi stökkva á þetta tækifæri. Okkur hlakkar til þess að sjá hana þroskast og bæta sig ennfrekar og erum þess fullviss að hún muni ná mjög langt.“

Ísabella Sara Tryggvadóttir kom til Vals frá uppeldisfélagi sínu KR fyrir tímabilið 2023 og hefur verið einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara

Landsréttur felldi niður refsingu nauðgara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir eiga von á sekt eftir að lögregla var með eftirlit í Breiðholti

Margir eiga von á sekt eftir að lögregla var með eftirlit í Breiðholti