Írís Helga Jónatansdóttir sem sökuð hefur verið um umsáturseinelti gegn að minnsta kosti níu manns sté fram í viðtali við hlaðvarpið Fullorðins í vikunni og bar af sér allar sakir.
Segist hún vera alsaklaus af því að vera eltihrellir og segir lögfræðing sinn kominn í málið og hún ætli í mál við einhverja af þeim sem hafa sakað hana um þessa hegðun. Sakar hún á móti hluta aðilanna um ofbeldi gegn barni hennar.
Fyrrum stjúpdóttir Írísar Helgu þvertekur hins vegar fyrir það að stjúpmóðir hennar fyrrverandi sé alsaklaus og lýsir með ítarlegum hætti í færslu á samfélagsmiðlum, sem DV fékk góðfúslegt leyfi til að fjalla um, bæði frá stúlkunni sjálfri og foreldri hennar, marvíslegri áreitni af hennar hálfu og segir hegðun hennar í sinn garð hafa verið ógeðfellda. Fjöldi skjáskota virðast renna stoðum undir fullyrðingar hennar en um er að ræða stúlku undir lögaldri.
Þeir einstakingar sem hafa sakað Íris Helgu áður um umsáturseinelti hafa sakað hana meðal annars um ýmis konar áreitni ekki síst í gegnum síma og á samfélagsmiðlum og skemmdarverk á eigum þeirra. Meðal þeirra eru karlmenn sem hún hefur áður verið í sambandi með og hafa mennirnir sakað Írisi Helgu um að áreita börn þeirra eftir að samböndunum hefur lokið. Að minnsta kosti hluti þessara einstaklinga segist hafa leitað til lögreglu. Í viðtalinu við Fullorðins vísar Íris Helga öllum ásökunum á bug og sakar á móti a.m.k. einn karlmanninn um ofbeldi.
Fyrrum stjúpdóttir Írisar Helgu segir að henni hafi ofboðið eftir að viðtalið birtist og fer í umræddri færslu ítarlega yfir samskiptin þeirra á milli og áreitnina sem hún segir að hún hafi orðið fyrir af hálfu Írisar Helgu. Ítreka ber að stjúpdóttirin fyrrverandi er undir lögaldri:
„Íris Helga, fyrrum stjúpmamma mín er búin að vera gróflega áreita og hrella mig, fjölskyldu mína, vini mína og annað fólk. Hún hefur verið að senda óviðeigandi skilaboð á mig, dreifa myndum af mér á facebokk-grúbbur og fara með rangar upplýsingar, t.d eins og ég hafi verið týnd (a.t.h hún gerir það undir fake aðgangi) hún hefur verið að nota símanúmerið mitt – setja það á instagram aðgang, smitten & tinder, ásamt því að reyna nota mínar upplýsingar til þess að komast inn á slík öpp, reyna komast inn á síður sem þarfnast rafrænu skilríkjanna minna og reynt að komast inn á heimabankann minn og hringja í mig úr leyninúmeri.“
Stúlkan segir einnig að Íris Helga hafi sent henni sjálfri og vinum hennar alls kyns skilaboð með ýmis konar lygasögum um hana sjálfa, föður hennar og aðra fjölskyldumeðlimi hennar:
„Hún sendi mér lika skilaboð og sagðist vera ólétt eftir pabba minn(sem er ekki satt) og að ég fengi ekki að hitta barnið, hún ætlaði að standa ein í þessu, hún hefur verið að commenta undir instagram posta hjá mér og vinum mínum lygasögur um mig og fjölskylduna mína – ógeðsleg skilaboð.“
Stúlkan segir að Íris Helga hafi sprengt dekk á bíl föður hennar og makað sultu utan á heimili fjölskyldunnar. Hún hafi einnig komið til bæjarfélagsins þar sem faðir hennar og núverandi stjúpmóðir búa og verið með munnsöfnuð og kallað þá síðarnefndu öllum illum nöfnum meðal annars hóru. Börn Írísar Helgu hafi verið með í för og orðið vitni að öllu saman. Stúlkan segir að litla systir sín hafi ekki farið varhluta af áreitni og hegðun Írísar Helgu og hafi þetta valdið henni miklum kvíða.
Stúlkan segir í færslunni að hún hafi eftir viðtalið þar sem Íris Helga neitaði öllu ekki getað þagað lengur yfir hegðun fyrrverandi stjúpmóður sinnar:
„Þú segist vera saklaus. Þú telur þetta vera ógeðslegar ásakanir. Þú hlýtur þá að gera þér grein fyrir því að þessi hegðun hjá þér er ógeðsleg. Þessi skjáskot sýna fram á það að þessar ásakanir fólks um að þú sért að áreita börn séu sannar. Hvenær ætlar þú að stoppa? Hvenær hætta lygarnar? Hvenær er komið nóg? Finnst þér þessi skjáskot sýna þitt sakleysi?“
DV hefur þau skjáskot af skilaboðum Írísar Helgu til stúlkunnar, sem hún vísar til, undir höndum. Strikað hefur verið yfir öll nöfn í skilaboðunum.
Í þessu skjáskoti má sjá skilaboð sem Íris sendi stúlkunni þar sem hún varpar fram ýmsum ásökunum á hendur föður hennar og móður:
Í þessum skilaboðum sem stúlkan segir að séu frá Írisi Helgu vísar stjúpmóðirin fyrrverandi til barnsins sem hún sagðist ganga með og að faðir stúlkunnar ætti en stúlkan segir um lygi að ræða:
Meðal skjáskotanna eru einnig skilaboð frá reikningi sem stúlkan segir vera falskan og að skilaboðin séu frá Írisi Helgu en í skilaboðunum er stúlkan sökuð um að beita yngra barn ofbeldi.
Í einu skjáskoti má sjá stúlkuna leiðrétta færslu í íbúahópi á Facebook þar sem fullyrt er á ensku að hún sé týnd. Hún telur að Íris Helga standi á bak við skilaboðin.
Í þessu skjáskoti má sjá fjölda ógeðfelldra skilaboða sem stúlkunni voru send á ensku en hún telur um falskan reikning að ræða sem Íris Helga standi á bak við:
Frá sama reikningi var skrifuð þessi athugasemd við færslu vinkonu stúlkunnar á samfélagsmiðlum en í athugasemdinni er vísað til stúlkunnar og stjúpföður hennar:
Í þessum skilaboðum Írisar Helgu til stúlkunnar má sjá hana endurtaka ásakanir um föður hennar.
Í þessum skilaboðum til stúlkunnar frá Írisi Helgu halda ásakanirnar í garð föður hennar áfram:
Í þessum skilaboðum til stúlkunnar virðist Íris Helga viðurkenna að hún hafi gert á hlut föður hennar:
Hér hafa aðeins verið birt hluta þeirra skjáskota sem DV hefur undir höndum af skilaboðum sem stúlkunni hafa borist frá Írisi Helgu. Í einum þeirra hótar Íris Helga stúlkunni kæru til lögreglu en stúlkan svarar með því að minna á að hún sé fullorðin kona að áreita stúlku sem sé undir lögaldri. Í sumum skjáskotanna má sjá Írisi Helgu ítrekað neita öllu og beina reiði sinni að föður stúlkunnar.
Ítreka ber að stúlkan er undir lögaldri og er ekki lengur stjúpdóttir Írisar Helgu. Ljóst virðist af þessum skjáskotum að Íris Helga hafi ítrekað sent stúlkunni ýmis konar skilaboð og ljóst er einnig af viðbrögðum stúlkunnar að hún kærir sig ekki um þau.