fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Pútín lætur passa kúkinn sinn – Náðu samt að komast yfir upplýsingar um erfðaefni hans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 04:10

Pútín hefur haldið heilsufarsupplýsingum sínum leyndum. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín leggur mikið á sig til að halda upplýsingum um heilsufar sitt leyndum. Þegar hann ferðast til útlanda hefur einn lífvarða hans það mikilvæga starf að safna saur hans saman til að hægt sé að taka hann með heim til Moskvu.

En nú virðist tölvuþrjótum hafa tekist að komast yfir upplýsingar um erfðaefni forsetans. Bild og TSN skýra frá þessu og segja að rannsóknin á erfðaefninu hafi verið gerð af rannsóknarfyrirtækinu Genotek í desember 2022.

Niðurstaða hennar er að erfðafræðileg samsetning Pútíns tilheyrir hópnum E1b1b-E-V13 sem er að sögn sjaldgæfur í Rússlandi en er hins vegar algengur í Kósóvó.

Þessi samsetning hefur verið tengd við aukna hættu á að fá ákveðna sjúkdóma, til dæmis blöðruhálskrabbamein.

Orðrómar um heilsufar Pútíns hafa verið á sveimi árum saman, að sögn einnig hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum.

Dan Sabbagh, ritstjóri varnar- og öryggismála hjá The Guardian, skrifaði til dæmis 2022 að heimildarmenn innan leyniþjónustustofnana hefðu tekið eftir „miklum breytingum“ á persónuleika Pútíns frá 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans