En nú virðist tölvuþrjótum hafa tekist að komast yfir upplýsingar um erfðaefni forsetans. Bild og TSN skýra frá þessu og segja að rannsóknin á erfðaefninu hafi verið gerð af rannsóknarfyrirtækinu Genotek í desember 2022.
Niðurstaða hennar er að erfðafræðileg samsetning Pútíns tilheyrir hópnum E1b1b-E-V13 sem er að sögn sjaldgæfur í Rússlandi en er hins vegar algengur í Kósóvó.
Þessi samsetning hefur verið tengd við aukna hættu á að fá ákveðna sjúkdóma, til dæmis blöðruhálskrabbamein.
Orðrómar um heilsufar Pútíns hafa verið á sveimi árum saman, að sögn einnig hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum.
Dan Sabbagh, ritstjóri varnar- og öryggismála hjá The Guardian, skrifaði til dæmis 2022 að heimildarmenn innan leyniþjónustustofnana hefðu tekið eftir „miklum breytingum“ á persónuleika Pútíns frá 2017.