fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Netþrjótar herja á landsmenn eftir skattskil – „Svikapóstahrinur sem við höfum séð á undanförnum misserum hafa verið mjög sannfærandi“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 18:30

Tölvuþrjótar reyna að plata Íslendinga með því að þykjast vera skattayfirvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikapóstum rignir nú inn á tölvupóstföng landsmanna þar sem látið er líta út eins og um sé að ræða póst frá Skattinum. Skatturinn bendir fólki sem hafi orðið fyrir barðinu á svikahröppum að hafa samband við lögreglu.

12 dagar frá skattskilum

„Skattendurgreiðsla þín bíður staðfestingar,“ stendur í tölvupósti sem fjöldi manns hefur fengið. Pósturinn er merktur er „Skattstofnun Íslands.“ Þetta er hins vegar svikapóstur og ekki til nein stofnun sem heitir þessu nafni.

Tímasetningin er vafalaust engin tilviljun en aðeins tæpar tvær vikur síðan landsmenn áttu að skila sínum skattaskýrslum fyrir síðasta ár. Margir bíða þess í ofvæni að sjá hvað þeir fá endurgreitt eða þurfa að borga.

„Það er ómögulegt að segja hvort í þessu tilfelli þrjótar hafi hitt á réttan tíma fyrir tilviljun eða hvort það var með ráðum gert,“ segir Jónas Magnússon, sérfræðingur á þjónustu og upplýsingasviði Skattsins. „Það má þó segja að svikapóstahrinur sem við höfum séð á undanförnum misserum hafa verið mjög sannfærandi.“

Smella ekki á hlekki

Skatturinn bendir fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á svikahröppum sem þessum að hafa samband við lögreglu.

„Ef fólk fær sendingu og er í vafa um réttmæti er gott ráð er að smella ekki á hlekki í tölvupóstum eða SMS-um heldur opna nýjan vafraglugga og finna vefsíðu stofnunarinnar eða fyrirtækisins upp á eigin spýtur,“ segir Jónas. „Sértæk erindi sem varða málefni einstaklinga eða fyrirtækja er hægt að finna á þjónustuvef Skattsins eða í Stafrænu pósthólfi á Ísland.is.“

Gott er að hafa í huga að einkenni netsvika eru gjarnan:

  • Tölvupóstfang eða vefslóð sendanda er óvenjuleg.
  • Óskað eftir kortanúmeri, innskráningu með rafrænum skilríkjum eða öðrum fjárhagsupplýsingum.
  • Málvillur og einkennilegt málfar.
  • Tilkynning um inneign eða skuld sem þú áttir ekki von á.
  • Skuld eða inneign ekki greidd eftir hefðbundnum traustum leiðum.

„Við hjá Skattinum forðumst að senda tölvupósta með hlekkjum og gefum einnig sem minnst upp í póstinum sjálfum um hvað erindið varðar,“ segir Jónas aðspurður um hvernig fólk geti þekkt raunveruleg skilaboð frá Skattinum. „Við vísum fólki frekar inn á þjónstuvefinn eða í Stafrænt pósthólf á Ísland.is.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Í gær

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar