fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

Hæstiréttur þyngdi dóm yfir Herði Ellert fyrir margítrekuð kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. mars 2025 15:41

Hörður Ellert Ólafsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur dæmt Hörð Ellert Ólafsson, Reykvíking á fimmtugsaldri, í fimm ára fangelsi fyrir margítrekuð kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni.

Dómurinn var kveðinn upp fyrr í dag. Hörður Ellert var áður sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um kynferðisbrot. Síðasta sumar sneri Landsréttur þeim dómi við, sakfelldi Hörð Ellert fyrir brotin og dæmdi hann í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Landsréttur hefur nú staðfest sekt Harðar Ellerts og þyngt dóminn í fimm ára fangelsi.

Í ákæru var Hörður sakaður um kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa á tímabilinu 2016 – 2019, á heimili sínu, misnotað freklega yfirburðastöðu sína gegn stúlkunnni, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir, og endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar með því að hafa í ótilgreindan fjölda skipta með ólögmætri nauðung misnotað hana kynferðislega á margvíslegan hátt sem tilgreindur er með ítarlegum hætti í ákærunni. Eru þar mjög grófar lýsingar, en um var að ræða kynmök önnur en samfarir auk þess sem Hörður var sakaður um að sýna stúlkunn klámefni.

Brotin stóðu yfir þegar stúlkan var á aldrinum 9 til 13 ára en málið kom upp árið 2019 er yfirvöld í skóla stúlkunnar höfðu samband við foreldra hennar vegna þess að hún hafði komið með áfengi í skólann. Í kjölfar þessa atviks greindi stúlkan föður sínum frá brotum Harðar. Áður hafði hún greint þremur vinkonum sínum frá brotunum. Báru þær allar vitni fyrir dómi.

Stúlkan sagði að Hörður hefði misnotað sig að meðaltali einu sinni í viku í um meira en þriggja ára skeið, eða samtals oftar en 100 sinnum.

Í Landsrétti var framburður brotaþolans og vitna í málinu metinn mjög trúverðugur. Hins vegar var svo litið á að framburður Harðar Ellerts fengi ekki stoð í framburði vitna, það gerði aftur á móti framburður brotaþola. Einnig vóg þungt að gögn frá Barnahúsi studdu eindregið framburð brotaþola.

Misnotaði trúnað og traust í þrjú ár

Í niðurstöðu Landsréttar í málinu sagði meðal annars þetta:

„Við ákvörðun refsingar ákærða verður á hinn  bóginn  jafnframt  litið  til  þess  að  hann  nýtti  sér  yfirburðarstöðu  sína  gagnvart brotaþola, sem var á barnsaldri, og misnotaði sem stjúpfaðir traust hennar og trúnað  um þriggja ára skeið. Þessi háttsemi ákærða ber vott um styrkan og einbeittan ásetning  hans til að brjóta gegn stjúpdóttur sinni. Svo sem áður er vikið að bera gögn málsins með  sér  að  brot  ákærða  hafi  haft  alvarlegar  afleiðingar  fyrir  heilsu  brotaþola.“

Býr í Danmörku

Hörður Ellert Ólafsson er fæddur árið 1979. Hann hefur meðal annars komið að kvikmyndagerð og rekstri veitingahúsa. Hefur hann stundum komið fram í fjölmiðlum í tengslum við starfsemi sína.

Samkvæmt heimildum DV hefur Hörður Ellert búið og starfað í Danmörku undanfarin misseri. Ljóst er að hann verður í nánustu framtíð að snúa til Íslands aftur og afplána dóm sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn
Fréttir
Í gær

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent

Benda á að Ásdís lækki aðeins um 1,8 prósent í launum en bæjarfulltrúar um 10 prósent
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Í gær

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar