Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir eiganda reiðufjár sem þar eru í óskilum.
Það var heiðvirður borgari sem fann peningana í Reykjavík í síðustu viku og kom þeim til lögreglunnar.
Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að um sé að ræða talsverða upphæð og krafist verði staðfestingar á eignarhaldi.