fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fréttir

Þingmaður Miðflokksins opnar sig um áralangt heimilisofbeldi Vopnafjarðarhrottans

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. mars 2025 15:21

Ágústa Ágústsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu á Alþingi í dag og opnaði sig um heimilisofbeldi sem hún sætti í 14 ár.

„Fyrsta sjokkið lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði „kæra hann. Já, já, viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma svo aftur á morgun? Hún vaknar reglulega við hann ofan á sér um miðjar nætur, brýtur alltaf öll mörk.“

Ágústa nafngreinir ekki manninn sem braut gegn henni í 14 ára sambandi þeirra. Maðurinn er Jón Þór Dagbjartsson, sem ákærður var í janúar fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðast á Hafdísi Báru Óskarsdóttir, fyrrverandi sambýliskonu sína og barnsmóður á Vopnafirði. Þegar málið var þingfest 22. janúar í Héraðsdómi Austurlands neitaði hann sök og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum.

Sjá einnig: „Eftir situr heil fjölskylda í sárum sem mun seint eða aldrei ná sér að fullu“

Sjá einnig: Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Ágústa segir í ræðu sinni á þingi alltaf hafa sofið á varðbergi af því maðurinn hafi brjálast þegar börn þeirra skriðu upp í um nætur.

„Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum þangað til hún er orðin svo þreytt að það verður einfaldara að halda friðinn, spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að einhvern tímann efni hann loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast. Ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þú færir frá mér.“

Segist Ágústa hafa pakkað nauðsynlegustu fötum hennar og barnanna, skjálfandi af hræðslu yfir því að hann komi að henni. 

„Áttir þú aldrei drauma? spyr hún. „Jú, að drepa þig,“ svo hlær hann. Hún er konan sem stendur hér í pontu Alþingis í dag. Fjórtán ár af ofbeldi. Það er ástæða fyrir því að ég á Schäferhund, ég get treyst því að hann verji mig, það gerir kerfið ekki.“

Ágústa segir raddir heyrast sem spyrji, hvað með konur sem ljúga?

„Með sömu rökum get ég sagt, bönnum öllum karlmönnum að vinna með börnum þar sem flestir barnaníðingar eru af því kyni. Erum við til í það? Ég held ekki.“

Þá segir Ágústa að einnig heyrist mæðulegar raddir, sem segi heimilisofbeldismál flókin mál.

„Nei, þau eru nefnilega alls ekkert flókin. Hættum að kyngera ofbeldi. Ofbeldi er ofbeldi sama hver beitir því. Á meðan löggjafarvaldið tekur sig ekki saman í andlitinu þá mun þessi faraldur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagnast þolendum ekkert. Afstaða og aðgerðir gera það. Afleiðingar ofbeldis fylgja þolendum út lífið. Það eyðileggur líf og það tekur líf. Það hefur stór keðjuverkandi áhrif út í samfélagið okkar. Það sýkir það, veikir það, kostar það lýðheilsuna, geðheilsuna og sendi kynslóðir áfram veginn hölt og eða brotin.“

Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fleiri miðum bætt við
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“
Fréttir
Í gær

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar
Fréttir
Í gær

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Í gær

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi
Fréttir
Í gær

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingkona mjög ósátt við að Arna Magnea sé ekki tilnefnd til Edduverðlauna – „Þöggunin og glerþökin færast nær“

Fyrrum þingkona mjög ósátt við að Arna Magnea sé ekki tilnefnd til Edduverðlauna – „Þöggunin og glerþökin færast nær“
Fréttir
Í gær

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur

Ísland sagt vera besta land í heimi fyrir innflytjendur