Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt tveimur konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á meintu manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.
„Lögreglan á Suðurlandi vinnur áfram að rannsókn málsins og nýtur stuðnings lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu, embætti Héraðssaksóknara og sérsveitar Ríkislögreglustjóra,“ segir í tilkynningunni.
Fimm sitja áfram í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fjórir karlmenn og ein kona. Að sögn lögreglu miðar rannsókn vel en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.