fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fréttir

Það sem Gunnar Smári vildi að Kristrún hefði sagt í Ásthildarmálinu – „En því miður kom bara eitthvert mjálm“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og sósíalisti, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð forsætisráðherra við máli fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefði átt að standa með sinni konu.

Á fimmtudaginn sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir að RÚV greindi frá getnaði frumburðar hennar. Þegar sonur hennar fæddist var hún 23 ára en barnsfaðir hennar tæplega 17 ára. Ásthildur hafði kynnst barnsföður sínum í kristulegu félagsstarfi vorið áður en barnið var getið en þá var barnsfaðir hennar á 16. ári. Fráfarandi ráðherra sagði þó í yfirlýsingu vegna málsins að þau hefðu ekki farið að stiga saman nefjum fyrr en eftir 16 ára afmæli barnsföðursins. Málið hefur vakið mikla athygli og skipt samfélaginu í fylkingar, þeir sem telja að Ásthildur hafi brotið gegn siðferðislegum samfélagssáttmála með samneyti við ungmenni, og svo þeir sem telja óforsvaranlegt að fjalla um tæplega 40 ára einkamál fólks þar sem engin saknæm háttsemi átti sér stað. Loks hefur Ríkisútvarpið, sem sagði fyrstu frétt af málinu, fengið yfir sig harða gagnrýni fyrir ónækvæman fréttaflutning. Fyrst var fullyrt að Ásthildur hefði verið í valdastöðu gegn barnsföður sínum, en það svo dregið til baka, fjallað var um málið út frá gildandi lögum fremur en lögunum eins og þau voru 1989, fullyrt var um tálmun út frá einhliða frásögn barnsföður og eins skapaði ónákvæm framsetning á aldri aðila upplýsingaóreiðu.

Kristrún Frostadóttir ræddi við fjölmiðla eftir að málið kom upp og svo á blaðamannafundi á föstudag. Þar fjallaði hún helst um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu til að kveða niður sögusagnir um meintan trúnaðarbrest.

Gunnar Smári telur að Kristrún hefði hins vegar átt að ganga lengra. Hún hefði aldrei átt að samþykkja afsögn Ásthildar heldur segja fjölmiðlum að vera ekki með nefið í gömlum einkamálum fullorðinna einstaklinga. Þess í stað hafi Kristrún gefið færi á ríkisstjórn sína, gefið skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins vald og sýnt að valkyrjustjórnin er með þunnan skráp.

Gunnar Smári skrifar á Facebook:

„Yfirlýsingin sem ég hefði viljað fá frá Kristrúnu forsætisráðherra.

„Þegar fjölmiðlar höfðu samband í undirbúningi að fréttaskrifum um gömul ástamál Ástu Lóu barnamálaráðherra sagði ég þeim að við í ríkisstjórninni myndum standa með Ástu og verja hana fyrir þeim sem vildu hneykslast á einkamálum fólks, nokkru sem engum kemur við. Það er kominn tími til að stjórnvöld standist ágang fjölmiðla og leiðinlegs fólks, sem reynir að bæta upp brotna sjálfsmynd með því að fordæma annað fólk. Ef menning okkar gefur eftir í hvert sinn sem PR-ráðgjafar pissa í buxurnar og ráðleggja okkur að gefa eftir gagnvart hinum dómhörðu, hneyksluðu og grimmlyndu þá er menning okkar einskis virði.“

En því miður kom bara eitthvert mjálm um að ekki mætti láta öskur hinna dómhörðu og undirróður hinna lævísu skyggja á verk ríkisstjórnarinnar. Valkyrjurnar eru ekki brynvarðar. Þær láta Staksteina stjórna sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“
Fréttir
Í gær

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar
Fréttir
Í gær

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun