fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fréttir

Jón boðar fleiri afhjúpanir – „Við vitum að það eru fleiri beinagrindur í skottinu hjá ykkur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 11:35

Jón Gunnarsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál málanna í íslensku samfélagi undanfarna daga hefur verið afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr embætti mennta- og barnamálaráðherra vegna sambands hennar og í kjölfarið barneignar með 16 ára pilti þegar hún var sjálf 22 ára, fyrir 35-36 árum Sitt hefur hverjum sýnst í umræðum um málið og um hvernig forystukonur ríkisstjórnarinnar, sérstaklega Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, héldu á málinu. Borið hefur töluvert á ásökunum um að liðsmenn Sjálfstæðisflokksins standi á bak við það að upplýsingum um málið var komið til fjölmiðla. Sú staðreynd að fyrrum tengdamóðir þessa barnsföður Ásthildar Lóu, sem hafði upphaflega samband við forsætisráðuneytið vegna málsins, hefði sent Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins tölvupóst hefur gefið slíkum vangaveltum byr undir báða vængi. Össur Skarphéðinsson fyrrum formaður Samfylkingarinnar gerði þetta að umtalsefni í Facebook-færslu nú um helgina en í athugasemd við færsluna boðar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins frekari afhjúpanir um gömul hneykslismál liðsmanna stjórnarflokkanna. Starfsmaður Morgunblaðsins líkar við athugasemdina.

Í færslunni veltir Össur því fyrir sér hvort ekki væri réttast að rannsaka þátt Áslaugar Örnu:

„Það var forystu Sjálfstæðisflokksins til minnkunar að freista þess að nota þetta mál til að sverta mannorð forsætisráðherra. Sérstaklega þegar haft er í huga að skv. RÚV hafði fallin erfðaprinsessa í flokknum upplýsingar um málið. Ætlar RÚV virkilega ekki að ganga eftir því að Áslaug Árna skýri stöðu sína í málinu? Eftir ásakanir úr Sjálfstæðisflokknum um að forsætisráðherra sé ábyrg fyrir lekum af erindi sem henni barst er það skýlaus krafa að Áslaug Arna geri hreint fyrir sínum dyrum. Hvað gerði hún við þær upplýsingar sem henni bárust um málið?“

Össur kallar eftir að RÚV kanni hlut Áslaugar Örnu

Fleiri afhjúpanir

Áslaug Arna þvertók alfarið fyrir að hafa á nokkurn hátt komið að málinu að öðru leyti en því að hafa fengið tölvupóst frá tengdamóðurinni fyrrverandi þar sem hún hafi óskað eftir því að fá að ræða mál við hana sem tengdust Ásthildi Lóu. Áslaug Arna sagðist ekki hafa nokkurn tímann haft samband við konuna og þar af leiðandi aldrei verið í neinum samskiptum við fjölmiðla vegna málsins.

Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu – „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“

Í athugasemd við áðurnefnda færslu Össurar gefur Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins því hins vegar hressilega undir fótinn að Sjálfstæðismenn muni stuðla að því að fleiri beinagrindur stjórnarliða verði opinberaðar. Skjáskot af athugasemd Jóns má sjá hér fyrir neðan:

Athygli vekur að meðal þeirra sem líka við athugasemd Jóns er Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi hjá Morgunblaðinu, sem er einnig virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins.

Það var Samstöðin sem greindi fyrst frá athugasemd Jóns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“
Fréttir
Í gær

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar
Fréttir
Í gær

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Í gær

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi

Albani sem grunaður var um fíkniefnasölu rekinn úr landi – Gekk í málamyndahjónaband til að fá að dvalarleyfi
Fréttir
Í gær

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“