Í fréttinni er vísað í niðurstöður könnunar sem fjártæknifyrirtækið Remitly framkvæmdi, en fyrirtækið leggur áherslu á að veita þjónustu sem mætir þörfum innflytjenda, til dæmis með peningasendingum til heimalands þeirra.
Í frétt Daily Mail kemur fram að alls hafi 24 atriði verið lögð til grundvallar listanum, þar á meðal heilbrigðisþjónusta, efnahagur viðkomandi lands og verðlag svo nokkur atriði séu nefnd. Ísland trónir á toppi listans með einkunnina 58,4 af 100 mögulegum.
Önnur Evrópuríki raða sér á topp 10 listann, þar á meðal Sviss, Lúxemborg, Noregur, Írland, Danmörk og Holland. Bandaríkin eru í 7. sæti en Bretland í 19. sæti.