fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Áfellist RÚV og segir lágmark að hafa staðreyndir um einkalíf stjórnmálamanna réttar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að einkalíf stjórnmálamanna komi almenningi ekki við en ef fjölmiðlar greini frá því sé lágmark að hafa staðreyndirnar réttar.

Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is. Helgi minnir þar á að við getnað og fæðingu barnsins hafi barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur verið fullorðinn í skilningi laganna, 16 og 17 ára. Það sé lágkúra að segja að hún hafi eignast barn með barni.

„Þetta er hér tekið fram vegna ítrekaðra rangfærslna sem settar voru fram í sjónvarpsfréttum RÚV sl. fimmtudagskvöld um málefni fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Auðvelt var að koma í veg fyrir þessa villandi upplýsingagjöf með því að skoða æviágrip ráðherrans á alþingisvefnum og fletta upp í Íslendingabók ásamt því að rýna í gömul lagasöfn.

Við hvað er átt?

Það er staðreynd að á 9. áratug 20. aldar urðu einstaklingar sjálfráða 16 ára og svokallaður samræðisaldur var þá 14 ára. Lagareglur um þetta efni höfðu verið lengi í gildi.

Í júní 1990 fæddi Ásthildur Lóa, þá 23 ára, barn. Á þeim tímapunkti var barnsfaðirinn hér um bil 17 ára. Hvorki við getnað né við fæðingu var faðirinn barn í skilningi þágildandi laga. Þess fyrir utan var algengt á þessum árum að Íslendingar eignuðust börn sín ungir.

Að segja að Ásthildur Lóa hafi eignast „barn með barni“ er lágkúruleg orðræða.“

Siðferði stjórnmálanna

Helgi segir fátt standa eftir að fréttaflutningi RÚV af málinu, en þó það að viðbrögð Ásthildar er hún frétti af því hafi ekki verið rétt. Þau réttlæti hugsanlega afsögn hennar.

Helgi segir slæmt ef siðferði stjórnmálanna þróist í þá átt hér á landi að menn sjái sér hag í einkalífi pólitískra andstæðinga sinna.  „Slæmt væri fyrir íslensk stjórnmál ef það væri fremur regla en undantekning,“ segir hann.

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“
Fréttir
Í gær

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Í gær

Bandarískir ráðamenn ræddu óvart viðkvæm hernaðarmálefni við blaðamann Atlantic

Bandarískir ráðamenn ræddu óvart viðkvæm hernaðarmálefni við blaðamann Atlantic