Umræða er komin af stað í Bretlandi um að banna svokallað kyrkinga-klám. Það er þar sem einstaklingur er sýndur taka um háls og þrengja að öndunarvegi annars einstaklings.
Fjallað er um málið í The Guardian, Metro og fleiri miðlum. Tillagan um bann gegn kyrkingaklámi kemur fram í skýrslu um klámiðnaðinn sem Gabby Bertin, þingmaður Íhaldsflokksins, gerði að beiðni Rishi Sunak þáverandi forsætisráðherra.
Kemur fram að verið sé að normalísera kyrkingar í kynlífi. Í könnun kom fram að nærri 40 prósent kvenna á aldrinum 18 til 39 ára hefðu upplifað að vera kyrktar í kynlífi.
„Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi. Að leyfa fólki að horfa á löglegt en skaðlegt klámefni eins og kyrkingakynlíf, ofbeldisfulla og niðurlægjandi athafnir og jafn vel efni þar sem hvatt er til barnamisnotkunar er að hafa skaðleg áhrif á börn og samfélagið allt,“ sagði Gabby. „Það þarf að herða lögin með þéttara regluverki um netið.“
Auk kyrkinga hefur verið lagt til að klám sem inniheldur vísanir í börn, barnalegan fatnað, unglinga, gráti, hefnd og nokkur fleiri atriði verði bannað.