fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fréttir

Lögreglukona segist hafa þurft að losa tak Hauks af sýrlenska bílstjóranum en telur ekki að hann hafi ætlað að bana honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. mars 2025 12:00

Haukur Ægir Hauksson og verjandi hans, Oddgeir Einarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglukona sem kom á vettvang er Haukur Ægir Hauksson átti í átökum við mann sem hafði brotið kynferðislega gegn dóttur þáverandi kærustu hans segist hafa þurft að losa hálstak Hauks á brotaþolanum, sem þá hafði misst meðvitund.

Haukur hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þessa atviks sem átti sér stað á bílaplani fyrir utan heimili hans í Norðingaholti, aðfaranótt laugardagsins 11. mars árið 2023. Haukur segir ákæruna vera fráleita, þar sem hann hafi annars vegar verið að verjast ofbeldisfullri árás mannsins á hann og kærustu hans og hins vegar verið að reyna að tryggja að lögregla gæti handtekið manninn vegna kynferðisbrots hans gegn dóttur kærustunnar.

Sjá einnig: Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“

DV fylgdist með réttarhöldunum á föstudag og hefur birt nokkrar fréttir um þau. Tenglar á þær fréttir eru hér meðfylgjandi.

Sjá einnig: Sýrlenski bílstjórinn segist vera 80% öryrki eftir árásina – „Ég hélt ég væri dáinn“

Eftir að Haukur var fyrst ákærður fyrir árás á bílstjórann og tilraun til manndráps var bílstórinn sjálfur ákærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur kærustunnar. Haukur og lögmaður hans hafa mótmælt ýmsum atriðum í lögregluskýrslu um atvikið, m.a. fullyrðingum um að Haukur hafi neitað að sleppa hálstaki á manninum þegar lögregla kom á vettvang og að lögregluþjónn hafi þurft að losa um takið. Brotaþolinn var þá meðvitundarlaus. Telja þeir að gögn úr búkmyndavélum lögreglu leiði í ljós að Haukur sleppti tökum sjálfur. Lögregla túlkar gögnin með öðrum hætti, en DV hefur ekki séð þessi gögn.

Sjá einnig: Fyrrverandi kærasta Hauks greindi frá broti bílstjórans gegn dóttur hennar – „Ég skynjaði angistina í rödd hennar“

Lögreglukona sem kom á vettvang þessa nótt og skrifaði frumskýrslu um málið bar vitni í réttarhöldunum á föstudag. „Ég er á vakt og fær tilkynningu um að óskað sé eftir aðstoð, að maður hafi beitt stúlku kynferðisbroti og foreldrar hennar séu með hann í tökum,“ sagði konan.

„Hann er að feika, hann er að feika“

Lögreglukonan segir að Haukur hafi verið með manninn í hálstaki þegar hún kom að, hún hafi horft framan í manninn sem var meðvitundarlaus  og sagt Hauki að sleppa. „Þau sögðu, hann er að feika, hann er að feika,“ sagði lögreglukonan og átti við að Haukur og kærastan hafði viðhaft ummæli um að maðurinn væri að gera sér upp meðvitundarleysi.

„Ég tek í höndina á Hauki og losa takið,“ sagði hún, en eins og áður segir þá ber henni og Hauki ekki saman um þetta. Hún ræddi við kærustuna sem skýrði henni frá því að bílstjórinn hafði barið þau bæði með spýtu og þau hafi reynt að yfirbuga hann.

Lögreglukonan sagði ennfremur að brotaþolinn hefði ekki svarað áreiti. Aðspurð sagðist hún ekki telja að maðurinn hafi verið að gera sér upp meðvitundarleysi.

Hún var spurð hvort hún hefði orðið vör við áverka á Hauki og svaraði hún því játandi, hann hafi verið með stóra kúlu á enninu. Hún sagðist hins vegar ekki hafa séð spýtuna sem bílstjórinn barði Hauk með.

Lögreglukonan var spurð hvort hún teldi að Haukur hafi verið að reyna að ráða manninum bana. Hún sagðist telja svo ekki vera.

Dómur verður kveðinn upp í málinu innan fjögurra vikna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“

Urðar yfir Hallgrím í löngum reiðilestri um hálfs árs gamalt viðtal – „Sumt einfaldlega gerir maður ekki. Maður sýnir sorg annarra virðingu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans

Guðmundur Ingi um slysið sem breytti öllu – Davíð Oddsson bjargaði lífi hans
Fréttir
Í gær

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“

Heimir Már tætir RÚV í sig og Sunna Karen svarar – „Þú fékkst upplýsingar um að fréttin færi í loftið klukkan 18“
Fréttir
Í gær

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“

Sonur Ásthildar Lóu stígur fram: „Kannski verið vert að spyrja hversu margar af þessum 24 klukkustundum hann nýtti til samveru með mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra

Guðmundur Ingi verði nýr mennta-og barnamálaráðherra