Lögregla þurfti að hafa afskipti af tveimur konum sem voru í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar í morgun.
Alls voru 71 mál skráð frá 17 í gær til 5 í nótt.
Á meðal þeirra má nefna:
- Konu í annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna vísað á brott þar sem hún var til vandræða í fjölbýlishúsin í hverfi 101.
- Aðili handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu, laus að skýrslutöku lokinni.
- Tveir aðilar handteknir í hverfi 101 þar sem þeir voru til vandræða, mennirnir fluttir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af mönnunum og í framhald sleppt.
- Afskipti höfð af pari sem var að stela úr verslun í hverfi 210, málið afgreitt með vettvangsformi.
- Maður handtekinn í hverfi 220 og vistaður í fangaklefa vegna slagsmála og eignarspjalla.