Guðmundur Ingi Kristinsson verður nýr mennta- og barnamálaráðherra. Tilkynning hefur ekki borist en RÚV greinir frá því að hafa heimildir fyrir þessu.
Halla Tómasdóttir veitir Ásthildi Lóu Þórsdóttur lausn úr embætti ráðherra klukkan 15:00 í dag, á fyrri ríkisráðsfundi dagsins. Nýr ráðherra verður skipaður korteri seinna.
Guðmundur Ingi hefur staðið þétt við hliðina á Ingu Sæland formanni Flokks fólksins lengi. Hann var kjörinn á þing árið 2017. Eftir að tveir þingmenn voru reknir úr flokknum eftir Klausturbarsskandalinn stóðu Inga og Guðmundur Ingi um tíma ein eftir í þingflokknum.
Guðmundur Ingi er nú þingflokksformaður en búist er við því að Ragnar Þór Ingólfsson taki við þeirri stöðu.