Ökumaður með tvo farþega ók utan í fjóra bíla við blokk í Æsufelli undir miðnætti á föstudagskvöld. Skemmdust bílarnir verulega en á meðal þeirra var nýr jeppi.
Þetta herma heimildir DV frá íbúa í hverfinu.
Kona ein sá hvert maðurinn ók eftir þetta og elti hann. Stöðvaði hann bílinn við Orkustöðina við Suðurfell. Kom lögregla þangað og handtók manninn.
Lögregla kom síðan á vettvang við Æsufell í dag (laugardag) og tók myndir af ummerkjum en málið er í rannsókn.